Fara í efni

Félagsmálanefnd

1. fundur 01. júlí 1998 kl. 09:00 í fundarsal Stjórnsýsluhússins

Ár 1998, miðvikudagur 01.07., kom félagsmálanefnd saman til fundar í fundarsal Stjórnsýsluhússins kl. 9,00.

Mættir voru undirritaðir, auk Sigríðar Sigurjónsdóttur,  Guðbjargar Ingimund­ardóttur og Guðleif Leifsdóttir.

 

Dagskrá:

  1. Gengið frá hlutverkum í nefndinni.
  2. Farið yfir hlutverk nefndarinnar.
  3. Barnaverndarnefnd.
  4. Dagvist fyrir aldraða í Skagafirði.
  5. Starfsmenn nefndarinnar.
  6. Trúnaðarmál.

 

Afgreiðslur:

 

1. Formaður var kjörin Elínborg Hilmarsdóttir og varaformaður var kjörin Ásdís Guðmundsdóttir. Fastir fundartímar voru ákveðnir á mánudögum kl. 15,00 og að fenginn yrði ritari til að sjá um fundargerðir.

2. Gögn voru lögð fram til að styðjast við, lög og reglur til að styðjast við. Rædd voru húsnæðismál sem heyra undir Félagsmálanefnd og ákveðið að fá Svein Friðvinsson, sem hefur verið starfsmaður Húsnæðisnefndar Sauðárkróks til að kynna starf þeirrar nefndar. Einnig að upplýsingar yrðu fengnar frá oddvitum í fyrrverandi hreppum um upplýsingar um félagslegt húsnæði.

Forvarnarmál voru rædd og Guðbjörg félagsmálastjóri kynnti störf forvarnar­nefndarinnar.

3. Umræða fór fram um barnaverndarnefnd, rök með og móti því að hafa hana sér nefnd.

Sigríður sálfræðingur og Guðbjörg kynntu störf gömlu barnaverndarnefndarinnar, sem var fyrir allan Skagafjörð. Töldu þær að hagsmunaárekstrar gætu orðið með að hafa sömu nefnd fyrir félagsmál og barnavernd.

Formaður lagði það til að tillaga yrði lögð fyrir sveitarstjórn um að barna­verndarnefnd yrði sér nefnd undir félagsmálanefnd. Starfsmenn nefndar sam­þykktu þessa tillögu. Ef sveitarstjórn óskar eftir eru starfsmenn barnaverndar­nefndar tilbúnir að mæta á fund sveitarstjórnar og ræða þessi mál.

4. Guðbjörg kynnti dagvistarmál aldraðra fyrir nefndinni og leggur til að nefndin setji 400.000 kr. í borðbúnað og húsgögn í dagvistaraðstöðu á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar. Einnig lagði félagsmálastjóri til að starf verkstjóra í heimaþjónust­unni verði aukið í 100% stöðu.

Félagsmálanefnd samþykkti þessar tillögur.

5. Guðbjörg og Sigríður kynntu starfsmenn nefndarinnar. Nefndin samþykkti ráðningu nýs félagsráðgjafa sem tekur til starfa í september, Árdís Freyja Antonsdóttir.

6. Trúnaðarmál.

Fleira ekki tekið fyrir.

Elínborg Hilmarsdóttir                       Trausti Kristjánsson

Ásdís Guðmundsdóttir                      Gréta Sjöfn Guðmundsd.

Sólveig Jónasdóttir                

Ritari:  Guðleif Leifsdóttir