Fara í efni

Félagsmála- og tómstundanefnd

17. fundur 01. nóvember 2023 kl. 15:00 - 18:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigurður Bjarni Rafnsson formaður
  • Sigurður Hauksson varaform.
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Gjaldskrá Hús frítímans 2024

Málsnúmer 2310026Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að gjaldskrá Húss frítímans 2024. Vísað til byggðarráðs.

2.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2024

Málsnúmer 2310027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja 2024. Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar til byggðarráðs.

3.Aðsóknartölur sundlauganna 2023

Málsnúmer 2309240Vakta málsnúmer

Frístundastjóri fór yfir aðsóknartölur sundlauganna í Skagafirði fyrir árið 2023. Aðsókn fyrstu níu mánuði ársins hefur verið með ágætum eða sem nemur 3% aukningu. Aðsókn í laugina á Sauðárkróki hefur aukist á milli ára en aðsókn í laugarnar á Hofsósi og í Varmahlíð hefur staðið í stað.

4.Jólahlaðborð Rotaryklúbbs Skagafjarðar 2023

Málsnúmer 2310293Vakta málsnúmer

Rótarýklúbbur Sauðárkróks óskar eftir að fá afnot af íþróttahúsinu á Sauðárkróki endurgjaldslaust þann 2. desember n.k. vegna jólahlaðborðs Rótarýklúbbsins þar sem íbúum Skagafjarðar er boðið, þeim að kostnaðarlausu. Nefndin samþykkir að fella niður leigu á íþróttahúsinu vegna þessa.

5.Íslenska æskulýðsrannsóknin

Málsnúmer 2310197Vakta málsnúmer

Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar fyrir grunnskóla í Skagafirði lagðar fram til kynningar.
Þorvaldur Gröndal yfirgaf fundinn að þessum lið loknum.

6.Tillaga - Matarþjónusta - eldri borgarar

Málsnúmer 2211102Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra varðandi auglýsingu. Alls voru 12 aðilar sem sýndu áhuga á að þiggja þjónustuna. Nefndin fagnar því að áhugi sé á verkefninu og felur starfsmönnum að skoða nánar útfærslu á verkefninu og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

7.Sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á landsvísu

Málsnúmer 2209075Vakta málsnúmer

Lagður fram yfirfarinn samningur um rekstur undæmisráðs Landsbyggða ásamt 11 fundargerðum valnefndar og fundargerð um endurskoðun á samningi um umdææmisráð. Samningurinn er með gildistíma frá 1.janúar 2023 til og með 31.desember 2027. Endurskoðunarákvæði í samningi gerir ráð fyrir endurskoðun samnings fyrir 31.desember 2023. Félagsmála - og tómstundanefnd gerir ekki athugasemdir við samninginn fyrir sitt leiti. Vísað til byggðaráðs.

8.Tilmæli félags- og vinnumarkaðsráðherra v 15 gr.félagsþj.laga

Málsnúmer 2309265Vakta málsnúmer

Lögð fram tilmæli félags- og vinnumarkaðsráðherra til félagsþjónustu sveitarfélaga. Varðar aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á þjónustu á grundvelli 33.gr. laga um útlendinga. Gerðar hafa verið breytingar á reglum nr. 520/2021, um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur fjárhagsaðstoðar úr ríkissjóði. Breytingar hafa verið gerðar með það að markmiði að skýra hvað komi til endurgreiðslu úr ríkissjóði á grundvelli 15.gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, í tengslum við kostnað sveitarfélaga vegna aðstoðar við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á þjónustu á grundvelli 33.gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016.

9.Gjaldskrár félagsþjónustu 2024

Málsnúmer 2310312Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um gjaldskrár og greiðsluviðmið félagsþjónustu við vinnslu fjárhagsáætlunar 2024. Félgasmálastjóra falið að vinna að uppfærslu gjaldskráa og greiðsluviðmiða samkvæmt umræðu á fundinum og setja fyrir næsta fund.

10.Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Málsnúmer 2310056Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá 2. október 2023 þar sem mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 180/2023, "Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80 2002 og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40 1991". Umsagnarfrestur var til 16. október sl.
Frumvarpið felur í sér afmarkaðar breytingar á lögum á málefnasviði mennta- og barnamálaráðuneytis í því skyni að bæta við heimildum mennta- og barnamálaráðherra til setningu reglugerða. Lagðar eru til breytingar sem heimila mennta- og barnamálaráðherra að setja reglugerðir á grundvelli VIII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og barnaverndarlaga.

11.Trúnaðarbók félagsmála- og tómstundanefndar 2023

Málsnúmer 2301145Vakta málsnúmer

Lögð fram tvö mál. Fært í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 18:00.