Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

174. fundur 12. júlí 2011 kl. 15:00 - 15:40 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir formaður
  • Bjarki Tryggvason varaform.
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir áheyrnarftr.
  • Guðrún Helgadóttir varam.
  • María Björk Ingvadóttir frístundastjóri
  • Ótthar Edvardsson frístundastjóri
Fundargerð ritaði: María Björk Ingvadóttir frístundastjóri
Dagskrá

1.Áhorfendapallar og gólfefni í íþróttahúsið Sauðárkróki

Málsnúmer 0911074Vakta málsnúmer

Á fundi byggðarráðs þann 30.06.2011, var máli nr. 0911074, um áhorfendapalla og gólfefni í íþróttahúsið á Sauðárkróki, vísað til félags-og tómstundanefndar til umsagnar. Nefndin vill að við val á gólfefni í húsið sé fullt tillit tekið til þess hvað best hentar íþróttaiðkun barna, bæði hvað hljóðvist og undirlag varðar. Nefndin leggur til að farið verði í verkefnið sem fyrst og valið verði parkett með fjaðrandi undirlagi.

Fundi slitið - kl. 15:40.