Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

289. fundur 03. maí 2021 kl. 15:00 - 16:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Atli Már Traustason varaform.
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Guðrún Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi Akrahrepps
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar

Málsnúmer 2003223Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar um landsmót í október 2021. Landsmót þetta átti að halda hér á Sauðárkróki í október 2020 en var frestað vegna Covid. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins á sömu forsendum og í fyrra, þ.e. gistingu í Árskóla og aðstöðu í Íþróttahúsinu. Nefndin fjallaði um málið á fundi sínum þann 25. maí 2020 og tók þá jákvætt í erindið.

2.Framlengdur umsóknarfrestur íþótta- og tómstundastyrkja

Málsnúmer 2102260Vakta málsnúmer

Stýrihópur um þátttöku barna á efnaminni heimilum í skipulögðu tómstundastarfi, sem skipaður er fulltrúum ÍSÍ, ÍF, UMFÍ, Sambands íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálamálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis hefur tekið þá ákvörðun að framlengja umsóknarfrest fyrir íþrótta- og tómstundastyrki til 31. júlí 2021. Samhliða því samþykkir félags- og tómstundanefnd að uppfæra reglur sveitarfélagsins.

3.Vinnuskólalaun 2021

Málsnúmer 2104223Vakta málsnúmer

Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í félags- og tómstundanefnd leggja fram eftirfarandi tillögu.

Lagt er til að laun sumarið 2021 hækki sem hér segir
13-14 ára (7. og 8. bekkur) 4%
15-16 ára (9. og 10. bekkur) 7,6%

Jafnframt leggja fulltrúar meirihluta til að við vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 verði gert ráð fyrir að laun unglinga í Vinnuskóla verði tengd við launaflokk 117 í kjarasamningi Öldunnar, stéttarfélags og Sambands Íslenskra Sveitarfélaga líkt og algengt er í nágrannasveitarfélögunum. Með því næst eðlileg hækkun milli ára og laun verða sambærileg við önnur sveitarfélög.

Miðað er við að greidd verði ákveðin prósenta af taxtalaunum eða sem hér segir:
7. bekkur 13 ára 26% af launaflokki 117, Orlof (13,04%)
8. bekkur 14 ára: 30% af launaflokki 117, Orlof (13,04%)
9. bekkur 15 ára: 40% af launaflokki 117, Orlof (13,04%)
10.bekkur 16 ára: 50% af launaflokki 117, Orlof (13,04%)

Gert verði ráð fyrir auknum kostnaði vegna þessa við gerð fjárhagsáætlunar 2022.

Nefndin leggur jafnframt til að komi í ljós að aðsókn að Vinnuskólanum sumarið 2021 verði minni en fjárhagsrammi þessa árs gerir ráð fyrir komi tillaga fyrir árið 2022 (hér að ofan) til framkvæmda nú þegar á þessu sumri.

4.Reglur um Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 2104258Vakta málsnúmer

Farið var yfir tillögur að breytingum á reglum fyrir Ungmennaráð. Reglurnar verða lagðar fram til staðfestingar á næsta fundi nefndarinnar.

5.Samningur um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra frá 2021

Málsnúmer 2102092Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar Þjónustusamningur sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk á svæðinu. Öll sveitarfélögin hafa samþykkt samninginn fyrir sitt leyti. Samningurinn gildir frá 1. apríl þessa árs til loka febrúar 2022. Nokkrar veigamiklar breytingar hafa verið gerðar frá fyrri samningi, m.a. er lýtur að ráðgjöf og stjórnfyrirkomulagi þjónustunnar.

6.Orlof húsmæðra 2021

Málsnúmer 2104028Vakta málsnúmer

Samkvæmt upplýsingum frá Félagsmálaráðuneytinu skal framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera minnst kr. 120,51 fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí nk. sbr. 5. gr. laga nr. 53/1972.

7.Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar - fundagerðir

Málsnúmer 2003113Vakta málsnúmer

Fundargerð 7. fundar Ungmennaráðs lögð fram og rædd.

Fundi slitið - kl. 16:30.