Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

271. fundur 05. nóvember 2019 kl. 08:00 - 11:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Atli Már Traustason varaform.
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Bertína Guðrún Rodriguez verkefnastjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Regína Valdimarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Bertína Rodriguez, sérfræðingur á fjölskyldusviði.
Dagskrá

1.Jafnréttisáætlun 2018-2022

Málsnúmer 1809026Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá nefndarinnar þann 26.ágúst 2019. Hrefna Gerður Björnsdóttir, mannauðsstjóri kom á fundinn og kynnti breytingar á drögum að Jafnréttisstefnu ásamt aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023. Stefnan hefur farið til umfjöllunar og umsagnar annarra fagnefnda og byggðaráðs. Nefndin þakkar mannauðsstjóra og samstarfsmönnum hennar fyrir góða og mikla vinnu við gerð jafnréttisstefnunar. Nefndin samþykkir Jafnréttisstefnuna og aðgerðaáætlunina fyrir árin 2019-2023 fyrir sitt leyti og vísar henni til sveitarstjórnar.

2.Jafnlaunastefna

Málsnúmer 1902065Vakta málsnúmer

Hrefna Gerður Björnsdóttir, mannauðsstjóri kom á fundinn og kynnti drög að jafnlaunastefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Nefndin samþykkir jafnlaunastefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til sveitarstjórnar.

3.Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2020

Málsnúmer 1910115Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fyrir málaflokkana 02 og 06 var kynnt og farið yfir rekstur stofnana. Fyrri umræða. Félags- og tómstundanefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum fjölskyldusviðs að vinna áfram að áætluninni og leggja fyrir næsta fund.

4.Opnunartími íþróttamannvirkja 2020

Málsnúmer 1910252Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að opnunartíma íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu fyrir árið 2020. Tillagan er samþykkt. Opnunartími verður auglýstur á heimasíðu sveitarfélagsins. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar dagskrár.

5.Hvatapeningar til barna yngri en 6 ára

Málsnúmer 1903218Vakta málsnúmer

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í félags- og tómstundanefnd, Guðný Axelsdóttir og Atli Már Traustason, leggja til að aldursmörk vegna úthlutunar Hvatapeninga verði lækkuð um eitt ár og nái til 5 ára barna. Þar með er aukin samfella og samstarf milli skólastiga eins og stefnt er að í fjölskyldustefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 var stigið stórt skref til að koma enn betur til móts við barnafjölskyldur í Sveitarfélaginu Skagafirði en þá voru Hvatapeningar hækkaðir úr 8.000 krónum í 25.000 krónur. Jafnframt var styrkur til íþróttafélaganna aukinn með það að markmiði að æfingagjöld hækkuðu ekki úr hófi fram. Þá hafa reglur um Hvatapeninga verið rýmkaðar á undanförnum árum og skilyrði um tiltekinn fjölda íþrótta- eða tómstundagreina afnumin. Með því að lækka aldursviðmiðið um eitt ár nú er komið enn betur til móts við barnafjölskyldur. Í samanburði við önnur sveitarfélög er mikilvægt að ítreka að góð sátt ríkir um að gjöldum fyrir íþróttaiðkun á vegum íþróttafélaga og tómstundanám á vegum sveitarfélagsins er stillt í hóf í anda fjölskyldustefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúi VG og óháðra og Anna Lilja Guðmundsdóttir fulltrúi Byggðalista óska eftirfarandi bókað:
Þann 9. júlí sl. lögðu VG og óháð ásamt Byggðalista fram tillögu í félags- og tómstundanefnd um að núverandi aldurstakmark úthlutunar Hvatapeninga yrði endurskoðað og fært úr 6-18 í 0-18 ára, því mikilvægt sé að jöfnuður gildi í úthlutun Hvatapeninga. Sú tillaga hefur ekki ennþá hlotið afgreiðslu í nefndinni. Hinsvegar er komin fram ný einhliða tillaga frá fulltrúum meirihluta, sem gengur mun skemur, um að lækka aldurinn einungis um eitt ár. Eru gerðar alvarlegar athugasemdir við þessa málsmeðferð. Skoða átti málin frekar sameiginlega innan nefndarinnar áður en tillaga VG og óháðra ásamt Byggðalista yrði afgreidd, en þess í stað er lögð fram ný tillaga nú frá meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Teljum við ennfremur að með tillögu meirihluta sé jöfnuður ekki tryggður nægjanlega með því að lækka aldur einungis um eitt ár. Við undirstrikum því áður fram lagða og óafgreidda tillögu okkar og leggjum áherslu á mikilvægi þess að Sveitarfélagið Skagafjörður er heilsueflandi samfélag og ætti því að stuðla að samveru fjölskyldunnar í íþrótta- og tómstundastarfi, óháð aldri og fjárhag.
Formaður nefndarinnar leggur til að greidd verði atkvæði um tillögu VG og óháðra og Byggðalista frá 9. júlí sl. um rétt barna 0- 18 ára til Hvatapeninga. Tillaga formanns samþykkt.
Tillaga um Hvatapeninga 0-18 ára borin upp til afgreiðslu. Tillagan felld með tveimur atkvæðum gegn einu.
Tillaga meirihluta um Hvatapeninga 5-18 ára er borin upp til afgreiðslu. Tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu.

6.Reglur um Hvatapeninga 2020

Málsnúmer 1910251Vakta málsnúmer

Tillaga að endurskoðuðum reglum um Hvatapeninga lögð fram.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra og Anna Lilja Guðmundsdóttir fulltrúi Byggðalista, óska eftirfarandi bókað:
Í ljósi þess að núverandi aldurstakmark úthlutunar er ekki endurskoðað og fært í 0-18 ár teljum við að jöfnuður sé ekki tryggður og styðjum því ekki reglur um Hvatapeninga í þessari mynd.
Tillagan borin upp og samþykkt með tveimur atkvæðum. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til byggðarráðs.

7.Gjaldskrá Húss frítímans 2020

Málsnúmer 1910250Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hús frítímans fyrir árið 2020. Tillagan felur í sér allt að 2.5% hækkun á fyrir leigu á húsinu, mismunandi eftir viðburðum. Tillagan samþykkt samhljóða.Vísað til byggðarráðs.

8.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2020

Málsnúmer 1910249Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga að gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki fyrir árið 2020: Tillagan felur almennt í sér hækkun um 2.5% gjaldskrár með þeirri undantekningu þó að lagt er til að 10 miða kort fullorðinna hækkar um 20% eða úr 5.000 krónum í 6.000 krónur.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúi VG og óháðra, leggur til að hækkunin á 10 tíma korti fullorðinna verði 10% en ekki 20%.
Tillaga Steinunnar Rósu er felld með tveimur atkvæðum gegn einu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, Guðný Axelsdóttir og Atli Már Traustason, óska bókað að hækkunin sé tilkomin vegna leiðréttingar og samræmingar á gjaldskrám. Ítrekað er að hækkun upp á 20% nemur 1.000 krónum.
Tillaga að gjaldskrá 2020 er borin upp og samþykkt með tveimur atkvæðum. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins. Vísð til byggðarráðs.
Þorvaldur Gröndal vék af fundi eftir þennan lið.

9.Reglur um húsnæðismál 2020

Málsnúmer 1910279Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að leggja til við byggðaráð að eftirfarandi texti í 4. lið annarar málsgreinar reglna um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði verði felldur brott „þeir sem leigja húsnæði á félagslegum forsendum greiða 20% lægri upphæð eða 1.160 krónur á fermetra og að hámarki 140.223 krónur á mánuði.
Breytingarnar taki gildi 1.janúar 2020. Vísað til byggðaráðs.

10.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning 2020

Málsnúmer 1910276Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að leggja til við byggðaráð eftirfarandi breytingar á reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um sérstakan húsnæðisstuðning.
1. gr. önnur málsgrein. Felldur verði brott textinn „þeim sem leigja á almennum markaði“.
Málsgreinin hljóði svo: „Sérstakur húsnæðisstuðingur er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem leigja í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, lítilla eigna, þungrar framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna“.
3. gr. 1 liður. Í stað þess að umsækjandi skuli búa í íbúðarhúsnæði á almennum markaði komi textinn „Umsækjandi skal búa í íbúðarhúsnæði í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Breytingarnar taki gildi 1.janúar 2020.Vísað til byggðaráðs.

11.Reglur um innheimtu gjalda 2020 - Iðja Hæfing

Málsnúmer 1910281Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði hækki um 2,5% úr 570 kr. í 585 kr. fyrir hverja máltíð. Vísað til byggðaráðs.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.

12.Gjaldskrá Dagdvalar aldraðra 2020

Málsnúmer 1910273Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að hlutur notenda Dagdvalar aldraðra í fæðiskostnaði hækki um 2,5% úr 511 kr. í 524 kr. fyrir hverja máltíð. Vísað til byggðaráðs.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.

13.Viðmiðurnarupph. v 21. gr.laga um málefni fatl.fólks styrkir til náms,verkf. og tækjakaupa.

Málsnúmer 1910278Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæð styrkja samkvæmt. 1.gr. í viðmiðunarreglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um greiðslur vegna styrkja til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks hækki um 2,9% frá og með 1.janúar 2020, samanber eftirfarandi:
a.
Náms- og skólagjöld
Greitt er að hámarki kr. 155.000 á ári en aldrei meira en 75% af útlögðum kostnaði.
b.
Tómstundanámskeið skulu að hámarki styrkt um kr. 52.000 á ári en þó aldrei meira en 50% af útlögðum kostnaði.
c.
Tölvukaup
Greitt er að hámarki kr. 124.000 en þó aldrei hærra en 75% af útlögðum kostnaði.
d.
Verkfæra og tækjakaup
Hámark kr. 310.000 en aldrei meira en sem nemur 75% af útlögðum kostnaði.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskar eftirfarandi bókað:
Í ljósi þess að greiðslur hafa verið óbreyttar frá árinu 2013, er hækkun upp á 2,9% fyrir þarfa styrki af þessu tagi fyrir fatlaða einstaklinga skammarlega lág.
Fulltrúar Sjálfstæðis -og Framsóknarflokks óska bókað eftifarandi:
Í ljósi þess að flestar styrkbeiðnir eru vegna tölvukaupa og verð á tölvum hafa frekar lækkað síðustu ár er ekki talin ástæða til frekari hækkana.
Vísað til byggðaráðs.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.

14.Reglur um niðurgreiðslu daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur 2020

Málsnúmer 1910275Vakta málsnúmer

Reglurnar lagðar fram. Félags- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að vinna áfram að tillögu fyrir næsta fund.

15.Gunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2020

Málsnúmer 1910271Vakta málsnúmer

Félag- og tómstundanefnd samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1.janúar 2020 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur, þ.e. viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2020 verði 82% af lágmarks atvinnuleysisbótum á mánuði eins og þær eru í nóvember 2019. Full fjárhagsaðstoð einstaklings frá og með 1.janúar 2020 er því 229.370 kr. Vísað til byggðaráðs.

16.Greiðslu fyrir stuðningsfjölsk.2020

Málsnúmer 1910277Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskylda verið eftirfarandi frá 1.janúar 2020.
1. fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 22.000 fyrir hvern sólarhring.
2. fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu.
Greiddar eru kr. 19.500 fyrir hvern sólarhring.
3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 17.500 fyrir hvern sólarhring.
Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskar eftirfarandi bókað:
Greiðslur til stuðningsfjölskyldna er brýnt að hækka, ekki síst í ljósi þess að ekki er tekið þátt í neinum útlögðum kostnaði vegna afþreyingu skjólstæðings. Hækkun greiðslna gerir stuðningsfjölskyldum kleift að koma enn betur til móts við þarfir skjólstæðinga. Lítill munur er á greiðslum milli flokka þó mikill munur sé á þjónustuþörf þar á milli.
Lögð fram tillaga um hækkun svo greiðslur stuðningsfjölskyldna í sveitarfélaginu séu sambærilegar við greiðslur hjá Reykjavíkurborg.
Greiðslur á sólarhring:
* umönnunarflokkur 1: 38.915
* umönnunarflokkur 2: 30.115
* umönnunarflokkur 3: 23.190
Samanburður á milli Reykjavíkur og Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Reglur Reykjavíkurborgar 2019
Stuðningsfjölskylda skv. barnaverndarlögum
Upphæð 2019
Greiðslur á sólarhring
21.765
Álagsgjald
28.260
Sérstakt álagsgjald
40.170

Stuðningsfjölskylda skv. lögum um fatlað folk (á sólarhring eftir umönnunarflokki)
Upphæð 2019
Umönnunarflokkur 1
38.915
Umönnunarflokkur 2
30.115
Umönnunarflokkur 3
23.190

Reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2019
1.fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 21.500 fyrir hvern sólarhring.
2.fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu.
Greiddar eru kr. 19.000 fyrir hvern sólarhring.
3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 17.000 fyrir hvern sólarhring.

Tillaga Steinunnar Rósu Guðmundsdóttur borin undir atkvæði. Tillagan er felld með tveimur atkvæðum gegn einu.
Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks óska bókað að fjárhæðir hafa hækkað töluvert undanfarið og taka mið af gjaldskrám fyrir þessa þjónustu í nágrannasveitarfélögum.
Tillaga meirihluta borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til byggðaráðs.

17.Gjaldskrá heimaþjónustu 2020

Málsnúmer 1910274Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að gjaldskrá verði óbreytt, þ.e. viðmiðun við launaflokk 128-1 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1.janúar 2020 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Vísað til byggðaráðs.
Bertína Rodriguez vék af fundi eftir þennan lið.

18.Trúnaðarbók Félags- og tómstundanefndar 2019

Málsnúmer 1902123Vakta málsnúmer

Tvö mál tekin fyrir. Öðru erindinu synjað en hitt samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:00.