Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

252. fundur 19. mars 2018 kl. 14:00 - 16:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Þorgerður Eva Þórhallsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og forvarnamála
Fundargerð ritaði: Gunnar M Sandholt félagsmálasjóri
Dagskrá

1.Reglur um úthlutun úr afrekssjóði Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1803151Vakta málsnúmer

Lagðar fram breytingar á reglum um úthlutun úr afrekssjóði Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Breytingarnar taka til 4.-6. greinar og miða að því að einfalda og skýra reglurnar. Nefndin samþykkir reglurnar og hvetur til þess að sjóðurinn sé betur kynntur foreldrum og íþróttafélögum.

2.Hvatapeningar reglur 2018

Málsnúmer 1802212Vakta málsnúmer

Lagðar fram breyttar reglur um Hvatapeninga. Breytingarnar snúa að einföldun reglnanna en inntak þeirra er óbreytt. Nefndin samþykkir breyttar reglur og vísar þeim til sveitarstjórnar.

3.Fjárveitingar til íþróttafélaga og félagasamtaka

Málsnúmer 1802073Vakta málsnúmer

Lagðar fram endurskoðaðar starfsreglur varðandi umsóknir til Sveitarfélagsins Skagafjarðar um styrki til íþrótta-, æskulýðs- og forvarnarmála, sem ekki njóta styrkja í gegnum samning UMSS við Sveitarfélagið Skagafjörð. Reglurnar hafa verið einfaldaðar og gerðar skilvirkari. Nefndin samþykkir reglurnar og vísar þeim til sveitarstjórnar.
Þorvaldur Gröndal og Þorgerður Eva Þórhallsdóttir viku af fundi að loknum þessum dagskrárlið loknum.

4.Endurnýjun á leyfi til að starfa sem dagforeldri

Málsnúmer 1802089Vakta málsnúmer

María Dröfn Guðnadóttir. Laugatúni 15, sækir um framhaldsleyfi sem dagforeldri. Öll tilskilin gögn fyrirliggjandi. Umsækjandi hefur verið með bráðabirgðaleyfi. Hefur lokið réttindanámskeiði fyrir dagforeldra. Félags-og tómstundanefnd samþykkir framhaldsleyfi fyrir 5 börn.

5.Umsókn um leyfi til daggæslu í heimahúsi.

Málsnúmer 1802208Vakta málsnúmer

Guðrún Erla Sigursteinsdóttir, Hólavegi 27 sækir um bráðabirgðaleyfi til að starfa sem dagforeldri. Nefndin samþykkir veitingu bráðabirgðaleyfis, sbr. 15 gr. reglugerðar nr. 907/2005 fyrir 4 börnum þar með talið eigið barn allan daginn.

6.Umsókn um leyfi til að gerast dagforeldri

Málsnúmer 1802279Vakta málsnúmer

Mandy Ueberberger, Grenihlíð 26, sækir um leyfi til að starfa sem dagforeldri. Öll tilskylin gögn ligga fyrir. Félags- og tómstundanefnd samþykkir veitingu bráðabirgðaleyfis, sbr. 15 gr. reglugerðar nr. 907/2005 fyrir 4 börnum þar með talið eigið barn allan daginn.

7.Trúnaðarbók Félags- og tómstundanefndar 2018

Málsnúmer 1802215Vakta málsnúmer

Tekið fyrir 1 mál og niðurstaða færð í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 16:00.