Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

179. fundur 22. nóvember 2011 kl. 09:00 - 11:55 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir formaður
  • Bjarki Tryggvason varaform.
  • Þorsteinn Tómas Broddason ritari
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir áheyrnarftr.
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • María Björk Ingvadóttir frístundastjóri
  • Ótthar Edvardsson Umsjónarmaður íþróttamannvirkja
  • Sigríður Arndís Jóhannsdóttir forstöðumaður Húss frítímans
Fundargerð ritaði: Gunnar M Sandholt félagsmálasjóri María Björk Ingvadóttir frístundastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2012

Málsnúmer 1109011Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd hefur fjallað um fjárhagsramma Byggðaráðs til Frístundasviðs uppá 262.001.000- Nefndin leggur áherslu á að staðið verði vörð um forvarnastarf, starf með börnum og unglingum, ungu fólki, eldri borgurum. Að fjölskyldan verði í fyrirrúmi. Félags-og tómstundanefnd leggur til við Byggðaráð að fjárhagsrammi frístundasviðs við fjárhagsáætlunargerð næsta árs nemi 265.500.000,-, þar af er innri leiga 120.216.000. Nefndin ítrekar að inn í þá tölu vantar innri leigu fyrir skíðasvæðið, 2.772.000. Lagt er til við Byggðaráð að gjaldskrá sundlauga verði hækkuð þannig að gjald fyrir aðgang fullorðinna verði 500.- í stað 400.- Með því ættu tekjur að aukast um 2,0 milljónir. Lagðar eru til breytingar á afgreiðslutíma sundlauga yfir vetrartímann og skipulagsbreytingum í starfsmannamálum sem munu lækka launakostnað. Ekki mun þó koma til uppsagna. Samningur við Flugu vegna reiðhallarinnar Svaðastaða rennur út í árslok og er því ekki hluti af þessari áætlun.

Félagsmálastjóri kom á fundinn og kynnti fjárhagsáætlunargerð innan síns málaflokks. Nefndin felur honum að koma með nánari útlistun á einstökum liðum málaflokksins þar sem málefni fatlaðra eru aðgreind frá öðrum rekstri málaflokksins í ljósi þess að þau eiga að hafa jöfnuð milli tekna og útgjalda.

Fundi slitið - kl. 11:55.