Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

115. fundur 04. desember 2007
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur  115 – 4.12.2007
 
Ár 2007, þriðjudaginn 4. desember,  var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar  kl. 15:00 í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Sveinn Allan Morthens, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigríður Björnsdóttir.

Af hálfu starfsmanna mættu Aðalbjörg Hallmundsdóttir, María Björk Ingvadóttir og Gunnar M. Sandholt.
Þórdís og Gunnar skrifuðu fundargerð.
 
dagskrá
  1. Trúnaðarmál
  2. Heimaþjónusta, gjaldskrá
  3. Akstur fatlaðra
  4. Dagvist aldraðra
  5. Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar
  6. Fjárhagsáætlun 2008
  7. Skátafélagið Eilífsbúar, styrkumsókn fyrir árið 2007
  8. Önnur mál
 
Afgreiðslur
 
  1. Eitt mál kynnt, afgreiðslu vísað til félagsmálastjóra skv. reglum. Aðalbjörg vék af fundi.
 
  1. Gjald fyrir hverja vinnustund 2008 verður sem nemur launaflokki 123 – 5,  skv. kjarasamningum, 1.419 kr. (var 1.397 kr.). Gjaldflokkar ráðast af bótum almannatrygginga og verða reiknaðir út þegar upphæðir liggja fyrir hjá Tryggingastofnun ríkisins. Gjaldskráin að öðru leyti óbreytt. Vísað til Byggðarráðs.
 
  1. Gjald fyrir mánaðarkort verður kr. 2.500 (var 2.300 kr.) og kr. 300 (var 230 kr.) fyrir staka ferð frá 1. janúar 2008. Vísað til Byggðarráðs.
    Rætt um þjónustuþörf. Álag á þjónustubíl hefur verið mikið á vissum tímum dags þannig að ekki geta allir umsækjendur fengið þjónustu á kjörtíma nema með notkun aukabifreiðar. Félagsmálastjóra falið að vinna áfram að lausn, en nefndin leggur áherslu á að unnið sé innan ramma þeirrar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár,
    sem kynnt hefur verið til fyrri umræðu
 
  1. Umfjöllun frestað til næsta fundar.
 
  1. Samþykkt að útreikningur grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar verði óbreyttur frá fyrra ári, þ.e. miðað sé við tilgreindar bætur almannatrygginga eins og þær voru í maí 2006 og vísitala neysluverðs til uppfærslu. Fjárhagsaðstoð til einstaklings verður 99.328 kr. á mánuði frá 1. janúar 2008. Vísað til Byggðarráðs.
 
  1. Frestað til næsta fundar að rýna frekar í fjárhagsáætlun næsta árs.

    María Björk kom á fundinn
 
  1. Samþykkt að heildarstyrkur til Skátafélagsins Eilífsbúa árið 2007 verði 240.000 kr.
 
  1. Ákveðið að næsti fundur verði þriðjudaginn 11. desember kl. 14.
 
Fundi slitið kl. 16.00.