Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

89. fundur 12. september 2006
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 89 –  12.09.2006

 
            Ár 2006, þriðjudaginn 12. september var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 14:45 í Ráðhúsinu.
            Mættir: Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Katrín María Andrésdóttir.
            Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt, Rúnar Vífilsson og María Björk Ingvadóttir.
            Gunnar M. Sandholt og Þórdís Friðbjörnsdóttir rituðu fundargerð.


dagskrá: 
            Til ákvörðunar:
  1. Trúnaðarmál
  2. Lagt fram yfirlit um stöðu útgjalda og fjárhagsáætlunar með tilliti til endurskoðunar fjárhagsáætlunar
  3. Lagt fram bréf Vélhjólaklúbbs Skagafjarðar með beiðni um styrk
  4. Lögð fram tillaga um gerð kynningarbæklings um tómstundamál.
  5. Lögð fram að nýju drög að jafnréttisáætlun, sbr. samþykkt nefndarinnar 16. maí s.l.
  6. Lögð fram tillaga að fundum nefndarinnar fram til áramóta
  7. Önnur mál

Afgreiðslur: 
  1. Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar félagsþjónustu, dags. 31. ágúst 2006  og  rætt svarbréf nefndarinnar.
  2. Rúnar Vífilsson og María Björk Ingvadóttir mættu á fundinn. Farið yfir stöðu gjaldaliða.
  3. Samþykkt að  veita 100.000 kr. styrk af gjl. 06890-09935, vegna kaupa aðstöðuhúss við vélhjólasvæði.
  4. Kynnt tillaga að gerð upplýsingabæklings um tómstundastarf . Samþykkt að verja allt að 120.000 kr. af gjl. 06390-09935. María Björk og Rúnar viku af fundi.
  5. Nefndin hefur fjallað um drög að jafnréttisáætlun og gert nokkrar minniháttar breytingar. Nefndin  samþykkir að senda áætlunina til umsagnar byggðarráðs og annarra fastanefnda sveitarfélagsins áður en hún verður tekin til endanlegrar afgreiðslu.
  6. Samþykkt áætlun um fundi til áramóta
  7. Engin önnur mál
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:10
Upplesið og staðfest rétt bókað