Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

64. fundur 28. júní 2005
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 64 –  28.06.2005
 
            Ár 2005, þriðjudaginn 28. júní var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:00 í Ráðhúsinu.
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Harpa Kristinsdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir auk starfsmanna, Rúnar Vífilsson undir dagskrárliðum 1-4, Árdís Antonsdóttir undir dagskrárlið 4 og María Björk Ingvadóttir undir dagskrárlið 5-7.
 
dagskrá:
  1. Fundur með starfshópi um sundlaug á Sauðárkróki
  2. Lagt fram að nýju bréf Vélhjólaklúbbs Skagafjarðar, dags. 7. júní 2005,  þar sem sótt er um styrk vegna aksturskeppni fyrir vélhjól
  3. Hljóðkerfi Íþróttahúss
  4. Trúnaðarmál
  5. Samstarfssamningur um málefni Geymslunnar við RKÍ og FNV
  6. Sumaropnun í Félagsmiðstöðinni Friði
  7. Opið hús fyrir 16 ára og eldri í sumar
  8. Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR
 
1.      Starfshópur um sundlaug Sauðárkróks kom til fundar við nefndina í húsnæði Farskóla Norðurlands vestra og kynnti skýrslu um sundlaugina á Sauðárkróki sem unnin var á síðastliðnum vetri.
Nefndin þakkar starfshóp vel unnin störf og greinargóða skýrslu. Síðan var fundi nefndarinnar framhaldið í Ráðhúsinu.
 
2.      Tekið fyrir að nýju bréf frá Vélhjólaklúbbi Skagafjarðar dagsett þann 7. júní 2005 ásamt nánari upplýsingum um tekjur og gjöld aksturskeppninnar. Samþykkt að veita félaginu styrk að upphæð kr. 175.000.
 
3.      Íþróttafulltrúi sagði frá væntanlegu tilboði Hljómex í hljóðkerfi íþróttahússins.
 
4.      4 trúnaðarmál voru lögð fyrir og samþykkt – sjá trúnaðarbók.
 
5.      Lögð fram drög að samstarfssamningi og samkomulagi um Geymsluna.
 
6.      Kynnt sumaropnun í Félagsmiðstöðinni í sumar en fyrirhugað er að hafa opið einu sinni í viku að skólabyrjun fyrir nemendur sem voru í 8., 9. og 10. bekkjum síðastliðinn vetur.
 
7.      Kynnt sumaropnun Geymslunnar í húsnæði Félagsmiðstöðvarinnar Friðs en fyrirhugað er að hafa opið einu sinni í viku í júlí og ágúst.
 
8.      Önnur mál
Lögð fram til kynningar umsókn um styrkbeiðni frá Farskólanum, Stéttarfélögum á Norðurlandi vestra og Byggðasamlagi um málefni fatlaðra vegna námskeiðs fyrir starfsmenn málefna fatlaðra og heimaþjónustu.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30.