Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

52. fundur 26. nóvember 2004
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 52 –  26.11.2004
 
Ár 2004, föstudaginn 26. nóvember kl. 15.30, var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
 
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Harpa Kristinsdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Árdís Antonsdóttir, María Björk Ingvadóttir og Gunnar M. Sandholt, sem ritaði fundargerð.
 
Dagskrá:
  1. Trúnaðarmál
  2. Fjárhagsáætlun félagsmála, æskulýðs- og tómstundamála
 
Afgreiðslur:
 
1.      Lögð fram ein umsókn sem var hafnað, sjá trúnaðarbók.  Árdís Antonsdóttir vék af fundi.
 
2.      Lagðar fram að nýju tillögur að fjárhagsáætlun fyrir 2005.
Fjárhagsáætlun félagsmála 02 tekur að hluta til mið af fjárhagsáætlun SFNV um málefni fatlaðra, en eftir er að endurskoða þá áætlun með hliðsjón af fjárlögum ríkisins.
Nefndin vekur athygli byggðarráðs á að 1200 þúsund kr. standa út af gjaldalið 02, enda var ekki gert ráð fyrir 2.900 þús. kr. til niðurgreiðslu leikskólagjalda í úthlutuðum ramma. Fer nefndin fram á að tekið sé tillit til þessa í endanlegum ramma.
Félags- og tómstundanefnd vísar framlögðum tillögum til byggðarráðs. .


Fundi slitið kl. 16.35