Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

49. fundur 26. október 2004
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 49 –  26.10.2004
 
Ár 2004, þriðjudaginn 26. október kl. 15.00, var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Harpa Kristinsdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Rúnar Vífilsson.
 
dagskrá:
Íþróttamál
1.      Lagt fram bréf frá Hestamannafélaginu Léttfeta, dags. 7. 10. 2004
2.      Lagt fram bréf Golfklúbbs Sauðárkróks dagsett 29. september 2004.
3.      Lagður fram samningur dags. 22. október 1999 um uppbyggingu skíðasvæðis í Tindastóli ásamt tillögu íþrótta- og fræðslufulltrúa.
4.      Íþróttamaður Skagafjarðar 2004.
5.      Greint frá starfsemi starfshóps um sundlaugina á Sauðárkróki.
6.      Önnur mál
      a.         Bréf varðandi lýsingu í Grænuklauf
      b.         Bréf varðandi leigu á hljóðkerfi í íþróttahúsi
 

afgreiðslur:

1.      Lagt fram bréf Hestamannafélagins Léttfeta varðandi uppbyggingu svæðis félagsins á Sauðárkróki, til kynningar.
2.      Lagt fram bréf frá Golfklúbbi Sauðárkróks varðandi tækjakost vegna umhirðu íþróttavallanna. Samþykkt að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
3.      Lögð fram tillaga frá íþrótta- og fræðslufulltrúa varðandi endurskoðun á samningi milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og UMF Tindastóls um skíðasvæði. Samþykkt að fela starfsmanni að gera breytingartillögur á samningnum og vísa þeim til Aðalstjórnar Tindastóls og Byggðarráðs.
4.      Lagt fram erindi frá UMSS varðandi íþróttamann ársins 2004. Nefndin samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur íþrótta- og fræðslufulltrúa að ganga frá málinu.
5.      Íþrótta- og fræðslufulltrúi gerði grein fyrir starfi starfshóps um framtíð sundlaugarinnar á Sauðárkróki en hópurinn mun skila skýrslu til Félags- og tómstundanefndar þann 1. desember.
 
Önnur mál
a.   Lagður fram tölvupóstur frá Áslaugu Sóllilju Gísladóttur varðandi lýsingu í Grænuklauf. Nefndin felur starfsmanni að kanna málið.
b.   Lagt fram bréf frá Sveini Brynjari Pálmasyni fyrir hönd Körfuknattsleiksdeildar Tindastóls þar sem farið er fram á að sveitarfélagið greiði leigu fyrir hljóðkerfi í íþróttahúsi þegar körfuboltaleikir fara fram. Nefndin hafnar erindinu.
 
 
Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 16.17.