Fara í efni

Eyvindarstaðaheiði ehf.

3. fundur 15. október 2015 kl. 20:00 - 21:45 Syðra -Skörðugili

Eyvindarstaðaheiði ehf

Fundargerð stjórnarfundar - 3

Stjórnarfundur Eyvindarstaðaheiðar ehf., haldinn á Syðra-Skörðugili 15. október 2015 kl: 20:00.

Á fundinn mættu stjórnarmennirnir Valgerður Kjartansdóttir, Einar E. Einarsson, Smári Borgarsson, Tryggvi Jónsson en Jakob Sigurjónsson boðaði forföll.  Einnig sat fundinn Ástþór Árnason undir öðrum lið fundargerðar.

Dagskrá.

  1. Fundargerð frá 21. ágúst 2015.
  2. Rif á girðingu samkvæmt útboði

 

  1. 1.      Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerð frá 21. ágúst undirrituð formlega.

  1. 2.      Rif á girðingu samkvæmt útboði.

Farið yfir framlagt tilboð frá Svönu Ósk Rúnarsdóttir, en hún ásamt Ástþóri Árnasyni áttu lægsta tilboðið í að fjarlægja girðingu frá Blöndulóni fram að Seyðisá samkvæmt útboði sem opnuð voru á stjórnarfundi 21. ágúst 2015.  Fyrir hönd þeirra stendur Ástþór við framlagt tilboð. Samþykkt var að greiða honum í lok árs 2015 samkvæmt því hlutfalli sem þá er búið að fjarlægja af girðingunni.  Afganginn samkvæmt tilboði eða á áætluðum verklokum og að verki loknu þann 15. september 2016.  Fyrir greiðslu í lok árs 2015 skilar Ástþór og Svana skriflegri staðfestingu á því sem búið er að fjarlæga af girðingunni áður en greitt er.

 

Fundi slitið kl. 21:45

Valgerður Kjartansdóttir (sign)
Smári Borgarsson  (sign) 
Einar E Einarsson (sign)
Tryggvi Jónsson (sign)