Fara í efni

Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks

27. fundur 10. febrúar 2021 kl. 13:00 - 14:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Þorvaldur Gröndal Umsjónarmaður íþróttamannvirkja
  • Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður tæknisviðs
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá
Bjarni Jónsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Sundlaug Sauðárkróks - 2. áfangi

Málsnúmer 2011087Vakta málsnúmer

Farið yfir hönnunargögn, verk- og kostnaðaráætlun 2. áfanga byggingar við Sundlaug Sauðárkróks. Gögnin kynntu Eyjólfur Þórarinsson og Atli Gunnar Arnórsson frá Stoð ehf., verkfræðistofu.
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að bjóða verkið út á grundvelli þeirra gagna sem kynnt voru á fundinum.

Fundi slitið - kl. 14:45.