Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

73. fundur 17. nóvember 1999
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 73 – 17.11.1999

    Ár 1999, miðvikudaginn 17. nóvember kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1030.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
    1. Bréf frá Fasteignamiðstöðinni vegna sölu á Miklahóli.
    2. Bréf frá S.Í.S. um staðgreiðsluáætlun 2000.
    3. 2 bréf frá Sýslumanni.
    4. Bréf frá Vegagerðinni ásamt skýrslu um vegtengingar á norðanverðum Tröllaskaga.
    5. Aðgerðir til stuðnings loðdýrabændum.
    6. Hönnun nýbyggingar heimavistar og deiliskipulag lóðar.
    7. Niðurfellingar.
    8. Bréf frá Byggðasögu Skagafjarðar.
    9. Bréf frá Hrossaræktarsambandi Skagfirðinga.
    10. Sala hlutabréfa í Fiskiðjunni Skagfirðingi hf.
AFGREIÐSLUR:
  1. Lagt fram bréf ásamt kaupsamningi frá Fasteignamiðstöðinni, dagsett 15. nóvember 1999, varðandi kauptilboð í jörðina Miklahól. Byggðarráð samþykkir að neita ekki forkaupsréttar síns.

  2. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 9. október, varðandi áætlun um útsvarstekjur sveitarfélaga árið 2000.
  3. Lagðar fram til umsagnar, umsókn Golfklúbbs Sauðárkróks um endurnýjun á leyfi til að reka veitingastofu og greiðasölu að Hlíðarenda, Sauðárkróki og umsókn Dagmar Þorvaldsdóttur um leyfi til að reka veitingastofu og greiðasölu í Veitingastofunni Sigtúni, Hofsósi. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknirnar.

  4. Lagt fram til kynningar bréf ásamt skýrslu frá Vegagerð ríkisins, dagsett 12. nóvember 1999 varðandi vegtengingu á norðanverðum Tröllaskaga.
  5. Byggðarráð samþykkir eftirtaldar aðgerðir vegna vanda loðdýrabænda í Skagafirði:
  • Álagðir dráttarvextir ársins 1999 vegna fasteignaskatts á loðdýrahús verði felldir niður
  • Innheimta fasteignaskatts álags 1999, af loðdýrahúsum verði frestað fram til 20. febrúar árið 2000.
  • Þá verði tekin afstaða til þess að nýju hvort ástæða sé til að veita frekari fyrirgreiðslu m.a. í ljósi aðgerða annara aðila s.s. ríkisvaldsins og banka.
  1. Málefni nýbyggingar heimavistar við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra rædd. Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga við hönnuðina, ásamt Menntamálaráðuneytinu á grundvelli þess samnings sem fyrir liggur.
  2. Sjá trúnaðarbók.
  3. Lagt fram bréf frá Byggðasögu Skagafjarðar, dagsett 16. nóvember 1999 varðandi ósk um að fá að nota byggðamerki Sveitarfélagsins Skagafjarðar og/eða merki Skagafjarðarsýslu á baksíðu og kjöl bókarinnar Byggðasaga Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir erindið.
  4. Lögð fram til kynningar ályktun frá stjórn Hrossaræktarsambands Skagfirðinga frá 15. nóvember 1999. Þar lýsir stjórnin yfir ánægju sinni með frumkvæði sveitarstjórnar Skagafjarðar til eflingar atvinnulífi í héraðinu, er fram kemur í hugmyndum þeim er fyrir liggja um Miðstöð íslenska hestsins í Skagafirði.
  5. Byggðarráð samþykkir að Kaupþing Norðurlands hf. sjái um að bjóða út 90#PR af hlutabréfaeign sveitarfélagsins í Fiskiðjunni Skagfirðingi hf. Jafnframt samþykkir byggðarráð að 10#PR hlutur verði auglýstur til sölu hér í Skagafirði.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1215
Herdís Á. Sæmundardóttir 
Elinborg Hilmarsdóttir 
Gísli Gunnarsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Ingibjörg Hafstað
                Margeir Friðriksson, ritari
                Snorri Björn Sigurðsson