Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

72. fundur 10. nóvember 1999
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 72 – 10.11.1999

    Ár 1999, miðvikudaginn 10. nóvember kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
    1. Málefni Trausta Sveinssonar.
    2. Hlutafé í Fiskiðjunni.
    3. Opnun heimasíðu.
    4. Beiðni um greiðslu námsvistargjalds.
    5. Erindi frá Una Péturssyni.
    6. Málefni Þels ehf.
    7. Erindi frá leikskólanum Glaðheimum.
    8. Bréf frá S.Í.S.
    9. Trúnaðarmál.
    10. Gatnagerðargjöld.
AFGREIÐSLUR:
  1. Málefni Trausta Sveinssonar rædd varðandi snjótroðara. Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
  2. Hlutafé í Fiskiðjunni Skagfirðingi hf. Byggðarráð samþykkir að selja hlutabréf sveitarfélagsins í Fiskiðjunni Skagfirðingi hf. Ákvörðun um framkvæmd sölu verður tekin á næsta fundi byggðarráðs.
  3. Heimasíða sveitarfélagsins verður formlega opnuð á sveitarstjórnarfundi þriðjudaginn 16. nóvember 1999. Byggðarráð samþykkir að fundargerðir nefnda verði vistaðar á heimasíðu strax eftir fundi.
  4. Lögð fram beiðni dagsett 1. nóvember 1999, frá Gunnlaugu Kristjánsdóttur um námsvist fyrir Rakel Maríu Róbertsdóttur í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Byggðarráð samþykkir beiðnina.
  5. Lagt fram bréf dagsett 3. nóvember 1999 frá Una Péturssyni og Ómari Unasyni, varðandi kröfu um greiðslu bóta vegna róðrartaps og kostnaðar við leiðréttingu á röngum veiðiskýrslum. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
  6. Málefni Þels ehf. Áður á dagskrá byggðarráðs 11. febrúar 1999. Lagt fram bréf frá Þorbirni Árnasyni hdl. varðandi álagningu fasteignagjalda. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að koma með tillögur að lausn þessara mála.
  7. Lögð fram beiðni frá Leikskólanum Glaðheimum, dagsett 9. nóvember 1999 um aukafjárveitingu til þess að klára að tengja hitalögn í stétt. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2000.
  8. Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 2. nóvember 1999 um dagskrá námskeiðs fyrir stjórnendur í sveitarfélögum. Byggðarráð samþykkir bréfið verði kynnt yfirmönnum sveitarfélagsins.
  9. Sjá trúnaðarbók.
  10. Byggðarráð samþykkir að veita 50#PR afslátt af B-gatnagerðargjöldum á byggingasvæði vestan sjúkrahúss sem ætlað er byggingarfélagi aldraðra.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1200
Herdís Á. Sæmundardóttir 
Elinborg Hilmarsdóttir 
Gísli Gunnarsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Ingibjörg Hafstað
                 Margeir Friðriksson, ritari
                 Snorri Björn Sigurðsson