Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

68. fundur 06. október 1999 kl. 10:00 - 11:30 Skrifstofa Skagafjarðar

Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 68 – 06.10.1999


    Ár 1999, miðvikudaginn 6. október kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Árni Egilsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.


DAGSKRÁ:

1. Bréf frá Byggðastofnun.
2. Málefni heimavistar.
3. Bréf frá S.Í.S varðandi áætlaðar tekjubreytingar.
4. Fundarboð frá FSNV.
5. Búfjáreftirlit.
6. Erindi Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis frá 22. september.
7. Bréf frá Íbúðalánasjóði.


AFGREIÐSLUR:

  1. Lagt fram til kynningar bréf frá Byggðastofnun dagsett 24. september 1999 um nýjan þátt í starfsemi Þróunarsviðs Byggðastofnunar; starf menningarráðgjafa. Bréfinu vísað til Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
  2. Lögð fram fundargerð frá 28. september 1999 frá fundi fulltrúa Mennta-málaráðuneytisins, Framkvæmdasýslu ríkisins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi nýja heimavist við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Sveitarstjóra falið að koma á framfæri athugasemdum við ákveðin atriði í henni.
  3. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 1. október 1999 varðandi áætlaðar breytingar á tekjum sveitarfélaga vegna staðgreiðslu milli áranna 1998 og 1999.
  4. Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Farskóla Norðurlands vestra, þann 20. október 1999. Boðinu vísað til skólanefndar.
  5. Búfjáreftirlit. Byggðarráð óskar eftir að landbúnaðarnefnd geri tillögu að einföldun eftirlitsins í þeim tilgangi að halda kostnaði niðri. Byggðarráð samþykkir að óska eftir viðræðum við Búnaðarsamband Skagafjarðar um breytingu á framkvæmd eftirlitsins.
  6. Erindi Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis frá 22. september 1999.
    #GLByggðarráð tekur jákvætt í hugmyndir þær sem fram koma í bréfi Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis frá 22. september 1999 um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi vestra og Ströndum. Byggðarráð fer þess jafnframt á leit að hugmyndirnar verði kynntar frekar af fulltrúa ráðuneytisins.#GL
  7. Lagt fram til kynningar bréf frá Íbúðalánasjóði, dagsett 1. okóber 1999 þar sem staðfest er að stjórn Íbúðalánasjóðs veitir sveitarfélaginu heimild til veitingu viðbótalána úr Íbúðalánasjóði að upphæð kr. 2.500.000 á árinu 1999.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1130.

Margeir Friðriksson, ritari
Snorri Björn Sigurðsson
Herdís Á. Sæmundardóttir
Elinborg Hilmarsdóttir
Gísli Gunnarsson
Árni Egilsson
Ingibjörg Hafstað