Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

533. fundur 28. október 2010 kl. 09:00 - 10:13 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fyrirspurn til Byggðaráðs

Málsnúmer 1010182Vakta málsnúmer

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Samfylkingunni, hefur óskað eftir skriflegum svörum frá formanni byggðarráðs við eftirfarandi spurningum:

1. Hvernig verður vinnu við fjárhagsáætlun 2011 háttað og hvenær er fyrirhugað að fjalla um það í byggðaráði, nefnum og í sveitarstjórn ? Sveitarstjórn ber að skila fjárhagsáætlun fyrir árslok 2010, það er því nú þegar skammur tími til stefnu.

Svar: Vinna við fjárhagsáætlun er hafin, það er ljóst að næsta ár verður fjárhagslega þungt, mikilvægt er að vinnan verði unnin eins faglega og mögulegt er og sem mest í samráði. Rétt er að tíminn líður hratt en margt hefur verið óljóst og þá sérstaklega tekjur sem koma frá ríkisvaldinu. Gert er ráð fyrir að tillaga að ramma liggi fyrir næsta fund Byggðaráðs.

2. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lagði til 8. júní sl. að leggja til við nýkjörna sveitarstjórn að skipuð yrði nefnd allra flokka til að fara í heildarendurskoðun á rekstri sveitarfélagsins. Sú tillaga var tekin til umfjöllunar í sveitarstjórn 1.júlí sl. og þaðan vísað til byggðaráðs. Tillagan var síðan lögð fram í byggðaráði 29.júlí sl. og var frestað að tillögu meirihlutans þar sem ekki var búið að ráða sveitarstjóra. Hvaða áform hefur meirihlutinn varðandi þá tillögu og þá hagræðingarvinnu sem lagt var til að fara í ?

Svar: Meirihlutinn áformar að setja á fót hagræðingarnefnd sem í munu sitja sérfræðingar í rekstri sem munu fara yfir rekstur sveitafélagsins. Mun þessi tillaga væntanlega koma fram á næsta fundi sveitastjórnar.

3. Hvernig líður vinnu endurskoðanda sveitarfélagsins um framkvæmd milliuppgjörs 30.06.2010 fyrir sveitarfélagið og stofnana þess, sbr. samþykkt byggðaráðs 1.júlí sl. ?

Svar: Milliuppgjör liggur fyrir og verður lagt fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

2.Tilnefning í starfshóp

Málsnúmer 1010149Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá SSNV þar sem óskað er eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður skipi einn aðalmann og annan til vara í starfshóp fulltrúa allra sveitarfélaga á starfssvæði SSNV, sem skoði valkosti varðandi sameiningu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, samkvæmt samþykkt 18. ársþings SSNV 2010.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3.Erindi vegna Bangsabæjar

Málsnúmer 1009163Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá foreldrum í Fljótum þar sem óskað er eftir leikskólinn verði opinn 5 daga í viku en ekki 4 daga eins og nú er. Erindið var á dagskrá 62. fundar fræðslunefndar og afgreiðslu þess frestað sökum óvissu um fjármögnun verkefnisins.

Byggðarráð samþykkir að færa fjármuni af málaflokki 21890 á málaflokk 04115 sem duga fyrir áætluðum kostnaði út árið 2010, samkvæmt minnisblaði fræðslustjóra og miðað við opnun fimm daga í viku. Varðandi næsta ár þá er erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2011.

4.Fréttatilkynning 22. október 2010

Málsnúmer 1010159Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar athugasemd frá heilbrigðisráðuneytinu við yfirlýsingu frá sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, í fréttatilkynningu 22. október 2010 um málefni Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki.

5.Kosningar til stjórnlagaþings

Málsnúmer 1009134Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar varðandi kosningar stjórnlagaþings 27. nóvember 2010.

6.Aukaframlag 2010

Málsnúmer 1010190Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um áætlað aukaframlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga árið 2010. Til skiptana er 1 milljarður króna. Sveitarfélaginu Skagafirði er ætlað framlag að upphæð 44.492.610 kr.

7.Leikskólaganga barna og vanskil foreldra

Málsnúmer 1010090Vakta málsnúmer

Með tilvísun í bókun 532. fundar byggðarráðs eru lagðar fram til kynningar upplýsingar um stöðu innheimtumála hjá sveitarfélaginu.

8.Rekstrarupplýsingar 2010 - sveitarsjóður og stofnanir

Málsnúmer 1004072Vakta málsnúmer

Með tilvísun í bókun 532. fundar byggðarráðs eru lagðar fram til kynningar upplýsingar frá sviðstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, sviðstjóra markaðs- og þróunarsviðs, fræðslustjóra og félagsmálastjóra varðandi ástæður frávika, málaflokka er þau bera ábyrgð á, frá fjárhagsáætlun 2010 í lok ágúst sl.

Fundi slitið - kl. 10:13.