Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

504. fundur 04. febrúar 2010 kl. 10:00 - 11:43 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fyrirkomulag greiðslna á móti ferðakostn.

Málsnúmer 1002008Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað.

2.Reiðvegur milli Sauðárkróks og Varmahlíðar

Málsnúmer 0911117Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá hestamannafélögunum Léttfeta og Stíganda varðandi reiðveg milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu í þetta verkefni árið 2010 að upphæð 1.500 þús.kr. Erindi áður á dagskrá 500. og 503. fundar byggðarráðs.

Meirihluti byggðarráðs hafnar erindinu á forsendum þess að um er að ræða framkvæmd sem fé hefur verið veitt til í gegnum reiðveganefnd Vegagerðarinnar og Landssambands Hestamanna. Fyrirsjáanlegt er að sveitarfélagið þarf að leggja fé til reiðvegagerðar á grundvelli aðalskipulags, sem bíður staðfestingar ráðherra.

Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann vísar í bókun sína á 500. fundi byggðarráðs, 4. desember 2009 varðandi afgreiðslu þessa erindis.

3.Hvatapeningar gildi til 18 ára aldurs

Málsnúmer 1001114Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 154. fundar félags- og tómstundanefndar varðandi að greiðslur hvatapeninga gildi fyrir börn og unglinga á aldrinum frá 6 til 18 ára, frá og með 1. janúar 2010.

Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og óskar eftir nánari gögnum varðandi útreikning á kostnaðarauka við breytinguna.

4.Beiðni um fjárstuðning 2010

Málsnúmer 1001228Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá SAMAN-hópnum um fjárstuðning sveitarfélagsins við forvarnarstarf á árinu 2010.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu félags- og tómstundanefndar.

5.Aðalfundarboð

Málsnúmer 1001226Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð Landssamtaka landeiganda á Íslandi (LLÍ).

Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu landbúnaðarnefndar.

6.Samningur við Skagafjarðarhraðlest - Ósk um upplýsingar

Málsnúmer 1002004Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Gísla Árnasyni, áheyrnarfulltrúa VG í byggðarráði, þar sem hann óskar eftir upplýsingum um samning á milli sveitarfélagsins og Skagafjarðarhraðlestarinnar frá 13. mars 2007, árangur samstarfsins, hlutverk aðila og eftirfylgni.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar og óskar eftir greinargerð nefndarinnar.

Gísli Árnason óskar bókað: "Meirihluti sveitarstjórnar samþykkti þann 17. desember síðastliðinn kostun og aðstöðu verkefnisstjóra fyrir Skagafjarðarhraðlestina, á grundvelli samnings milli sveitarfélagsins og Skagafjarðarhraðlestarinnar, sem rann út nokkrum dögum síðar, eða um áramótin. Þetta er vægast sagt hæpin stjórnsýsla og allrar gagnrýni verð.

Í ljósi fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og þeirra erinda, sem felld voru af meirihlutanum við gerð fjárhagsáætlunar ársins, er þetta undarleg forgangsröðun að kosta atvinnuþróun fyrir lögaðila, þar eð sveitarfélagið sinnir þeim málefnum á öðrum vettvangi."

7.Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði 2009

Málsnúmer 1001227Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2009.

Fundi slitið - kl. 11:43.