Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

461. fundur 08. janúar 2009 kl. 10:00 - 11:53 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Þjónustukönnun meðal íbúa í Skagafirði

Málsnúmer 0810081Vakta málsnúmer

Árið 2005 og 2006 fór fram þjónustukönnun meðal íbúa í Skagafirði sem unnin var af Capacent Gallup. Framkvæmdaráð sveitarfélagsins leggur til við byggðarráð að þjónustukönnun verði gerð á árinu 2009. Lögð fram rannsóknartillaga frá Capacent Gallup að sveitarfélagskönnun.
Byggðarráð tekur undir með framkvæmdaráði að rétt sé að gera slíka könnun og felur fjármálastjóra að kanna betur kostnaðarhliðina og meta möguleika á hvort hægt sé að gera þetta hér heima fyrir.

2.Afsl.viðmið elli- og örorkul.þega 2009

Málsnúmer 0901018Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um reglur um afslátt og tekjuviðmið tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega vegna fasteignaskatts árið 2009 breytist svo frá síðasta ári:

4. grein.
Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að kr. 45.000. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við álagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2008 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

5. grein.
Tekjumörk eru sem hér segir:
Fyrir einstaklinga:
a) með tekjur allt að kr. 2.000.000 fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir kr. 2.700.000 enginn afsláttur.
Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
a) með tekjur allt að kr. 2.700.000,- fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir kr. 3.675.000,- enginn afsláttur.
Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.

3.Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2009

Málsnúmer 0901019Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga félags- og tómstundanefndar um grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2009, sem vísað var til byggðarráðs á 132. fundi nefndarinnar.
Byggðarráð staðfestir afgreiðslu félags- og tómstundanefndar.

4.Niðurgr. dagvistunar barna á einkaheimilum 2009

Málsnúmer 0901020Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga félags- og tómstundanefndar um niðurgreiðslu dagvistunar barna á einkaheimilum 2009, sem vísað var til byggðarráðs á 132. fundi nefndarinnar.
Byggðarráð staðfestir afgreiðslu félags- og tómstundanefndar.

5.Gjaldskrá og reglur heimaþjónustu 2009

Málsnúmer 0901021Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga félags- og tómstundanefndar um gjaldskrá og reglur heimaþjónustu 2009, sem vísað var til byggðarráðs á 132. fundi nefndarinnar.
Byggðarráð staðfestir afgreiðslu félags- og tómstundanefndar.

6.Heilsuefling og forvarnir í framhaldsskólum

Málsnúmer 0812084Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu varðandi verkefnið Heilsuefling og forvarnir í framhaldsskólum. Einn liður verkefnisins er Íþróttavakning framhaldsskólanna og er þess farið á leit að sveitarfélagið veiti nemendum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frían aðgang í sund dagana 19. - 26. janúar nk. sem átakið stendur yfir.
Byggðarráð samþykkir erindið og felur frístundastjóra að sjá um framkvæmdina. Kostnaður færist á málaflokk 06.

7.Stuðningur við Snorraverkefnið 2009

Málsnúmer 0812002Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Snorraverkefninu, þar sem óskað er eftir 100.000 kr. styrk til verkefnisins sumarið 2009.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

8.Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, styrkbeiðni

Málsnúmer 0810074Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til verkefna kórsins.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

9.Útikörfuknattleiksvellir í sveitarfélaginu

Málsnúmer 0810060Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun félags- og tómstundanefndar frá 131. fundi nefndarinnar.
Byggðarráð samþykkir að þetta mál verði skoðað með tilliti til hönnunar lóðar Árskóla.

10.Umsókn um styrk vegna fasteignagjalda

Málsnúmer 0801026Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá fyrirtækinu Alice á Íslandi ehf þar sem óskað er eftir samkomulagi um greiðslutilhögum á gjaldföllnum fasteignagjöldum.
Byggðarráð vísar til fyrri bókunar og hafnar erindinu.

11.Bygging aðstöðuhúss fyrir tjaldstæði á Sauðárkróki

Málsnúmer 0805092Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um byggingu aðstöðuhúss á tjaldstæði.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa erindis.

12.Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki - breytingar

Málsnúmer 0812088Vakta málsnúmer

Byggðaráð lýsir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar sameiningar heilbrigðisstofnana frá Blönduósi austur að Langanesi. Ráðið kallar eftir rökstuðningi fyrir breytingunum, þar á meðal hvaða einstaka tillögur liggja fyrir varðandi Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki. Byggðaráð ítrekar fyrri samþykkt um vilja til að taka yfir rekstur stofnunarinnar m.v. þann fjárhagsramma sem stofnunin hefur fyrir árið 2009.

13.Trúnaðarmál

Málsnúmer 0811076Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

14.Starfsáætlun SSNV atvinnuþróunar 2009

Málsnúmer 0812043Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar starfsáætlun SSNV atvinnuþróunar fyrir árið 2009.

15.Minnisblað til sveitarfélaga - gerð fjárhagsáætlunar

Málsnúmer 0812083Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana.

16.Endurgreiðsla vegna refa- og minkaveiða 07-08

Málsnúmer 0812085Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar uppgjör Umhverfisstofnunar á endurgreiðslu til sveitarfélagsins vegna refa- og minkaveiða.

Fundi slitið - kl. 11:53.