Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

496. fundur 05. nóvember 2009 kl. 10:00 - 11:34 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Sögusetur ísl. hestsins - ósk um samstarfssamning

Málsnúmer 0910132Vakta málsnúmer

Arna Björg Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Söguseturs íslenska hestsins ses. kom á fund byggðarráðs undir þessum dagskrárlið til að fylgja eftir erindi sínu um formlega ósk um að Sögusetur íslenska hestsins og Sveitarfélagið Skagafjörður geri með sér samning til þriggja ára, sem tryggir Sögusetrinu eitt stöðugildi. Sögusetrið fyrirhugar að opna fyrsta hluta sýningar um íslenska hestinn sumarið 2010.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2010. Einnig vísar byggðarráð erindinu til umfjöllunar í atvinnu- og ferðamálanefnd og menningar- og kynningarnefnd.

2.Samningur um leigu á sundlaug til lengri tíma og leyfi fyrir rennibraut

Málsnúmer 0911006Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Friðriki Rúnari Friðrikssyni þar sem hann óskar eftir langtímaleigusamningi um sundlaugina á Steinsstöðum eða fá hana til kaups. Þá óskar henn einnig eftir leyfi til að setja niður vatnsrennibraut við sundlaugina. Í bréfinu kemur líka fram að viðhald á sundlauginni er orðið mjög aðkallandi.

Byggðarráð óskar eftir að tæknideild sveitarfélagsins leggi mat á viðhaldsþörf mannvirkisins og kostnaðaráætlun vegna þess. Afgreiðslu erindisins frestað.

3.Sparkvöllur í Varmahlíð

Málsnúmer 0910136Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá stjórn Ungmenna- og íþróttafélaginu Smára þar sem óskað er eftir styrk til þess að félagið geti klárað gerð sparkvallar í Varmahlíð skv. samningi við sveitarfélagið þar um. Gerð sparkvallarins hefur reynst félaginu dýrari en áætlað var. Nú er eftir að ganga frá tengigrind til þess hægt sé að hita völlinn upp og gera hann hæfan til vetrarnotkunar. Einnig lagður fram tölvupóstur frá stjórn foreldrafélags Varmahlíðarskóla þar sem tekið er undir óskir Ungmenna- og íþróttafélagsins Smára.

Byggðarráð bókaði á 444. fundi sínum að reynt yrði að leita leiða til að tengja völlinn hita á árinu 2009.

Byggðarráð óskar eftir upplýsingum frá frístundastjóra og tæknideild um stöðu mála varðandi framkvæmdir,kostnað og rekstur sparkvalla í Varmahlíð, á Hólum og Hofsósi.

4.Skógræktarsamningar

Málsnúmer 0911005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Norðurlandsskógum þar sem tilkynnt er um skógræktarsamning varðandi jörðina Valadal. Samningurinn nær til 21,5 ha lands þar sem stunduð verður nytjaskógrækt.

5.Áætluð úthlutun framlaga Jöfnunarsjóðs 2009

Málsnúmer 0910075Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um áætlað tekjujöfnunarframlag 2009. Sveitarfélaginu eru reiknaðar rúmar 37 milljónir króna.

6.Heildaryfirlit yfir framlög

Málsnúmer 0911004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar heildaryfirlit frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um framlög til sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar - sepember 2009, samtals 361,8 milljón kr.

7.Yfirlit um framkvæmdir og fjárfestingar 2009

Málsnúmer 0911008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit pr. 31.10. 2009 yfir stöðu framkvæmda og fjárfestinga sveitarfélagins utan framkvæmda Skagafjarðarveitna ehf.

Fundi slitið - kl. 11:34.