Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

490. fundur 24. september 2009 kl. 10:00 - 13:23 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Tilnefningar í starfshóp

Málsnúmer 0909053Vakta málsnúmer

Erindi frá stjórn SSNV þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni tvo fulltrúa í starfshóp sem kanna á möguleika á frekara samstarfi og samþættingu félags- og skólaþjónustu á Norðurlandi vestra.
Tilnefningar skulu liggja fyrir næsta fundi byggðarráðs, einn fulltrúi frá meirihluta og annar frá minnihluta sveitarstjórnar. Afgreiðslu frestað.

2.Fjárlaganefnd - umsóknir v fjárlagaársins 2010

Málsnúmer 0906049Vakta málsnúmer

Rætt um og farið yfir fundarefni vegna fundar með fjárlaganefnd í næstu viku.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að gerð greinargerðar sem lögð verður fyrir fjárlaganefndina.

3.Fyrirspurn um kaup á íbúð

Málsnúmer 0909086Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Sigríði Jensdóttur, þar sem hún óskar eftir upplýsingum um hvort mögulegt sé að hún geti fengið keypta félagslega íbúð sem hún býr í.
Byggðarráð samþykkir að íbúðin verði ekki seld að sinni.

4.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2009

Málsnúmer 0909106Vakta málsnúmer

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin dagana 1. og 2. október 2009.
Byggðarráð samþykkir að byggðarráðsmenn ásamt sveitarstjóra og fjármálastjóra sæki ráðstefnuna.

5.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2009

Málsnúmer 0909095Vakta málsnúmer

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn föstudaginn 2. októbber 2009.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri sæki ársfundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

6.Umsókn um styrk vegna Eldvarnarátaks 2009

Málsnúmer 0909073Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, vegna eldvarnarfræðslu til grunnskólabarna og fjölskyldna þeirra.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu á grundvelli þess sem rætt var á fundinum.

7.Opinn fundur um samgöngumál

Málsnúmer 0909097Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Leið ehf og Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar varðandi opinn fund um aðalskipulag og vegamál á Norðurlandi í Húnaveri, laugardaginn 3. október 2009. Þess er vænst að sveitarfélögin Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur tilnefni fulltrúa til að mæta á fundinn sem geri grein fyrir stöðu aðalskipulags og sjónarmiðum síns sveitarfélags til þeirra hugmynda um samgöngubætur sem fram hafa komið.
Byggðarráð samþykkir að fundarboðendum verði sendar þær ályktanir sem samþykktar hafa verið varðandi þessi mál hjá sveitarfélaginu og stöðu málsins með tilliti til vinnslu aðalskiplags fyrir sveitarfélagið.

8.Frumvarp um endurskoðun á EES-samningi

Málsnúmer 0908057Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn, 147. mál, matvælalöggjöf, EES-reglur.
Sveitarstjóra er falið að útbúa umsögn í samráði við byggðarráðsfulltrúa og senda nefndinni.

9.Rekstr.uppl. sveitarfélagsins og fyrirtækja 2009

Málsnúmer 0903083Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir tímabilið janúar - ágúst 2009.

10.Biðlisti húsnæðismála - yfirlit

Málsnúmer 0909105Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar biðlisti eftir félagslegu húsnæði hjá sveitarfélaginu.

11.Mat á hagræði sameiningar Árskóla í eitt skólahús - samningur

Málsnúmer 0908068Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla fyrirtækjasviðs KPMG hf. um mat á hagræði sameiningar Árskóla í eitt skólahús. Ólafur Ö. Ólafsson ráðgjafi kynnti skýrsluna. Sveitarstjórnarmenn sem ekki eiga sæti í byggðarráði var boðið að sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Einar E. Einarsson sveitarstjórnarmaður, Herdís Á. Sæmundardóttir fræðslustjóri og Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

Fundi slitið - kl. 13:23.