Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

516. fundur 12. maí 2010 kl. 10:00 - 12:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Umsögn um þingsályktunartillögu um samgönguáætlun

Málsnúmer 1005029Vakta málsnúmer

Erindið áður á dagskrá 515. fundar ráðsins.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur óásættanlegan niðurskurð á fjárveitingum til Vegagerðarinnar vegna viðhalds vega, þjónustu og vetrarviðhalds, svo sem fram kemur í tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2009?2012.

Varðandi Skagafjörð sérstaklega leggur byggðarráð áherslu á eftirtalin atriði:

  1. Viðhald vega - mikilvægt að vegum sé haldið vel við, ekki síst malarvegum. Ef viðhald er vanrækt kallar það á meiri kostnað síðar sem komast hefði mátt hjá. Bent er á að viðhaldsverkefni eru mannaflafrek og geta því hjálpað í erfiðu atvinnuástandi í samfélaginu nú um mundir.

  2. Ljúka framkvæmdum við Strandgötu á Sauðárkróki í framhaldi af Þverárfjallsvegi. Umferðaraukning á þessari leið er mikil og slík að mjög aðkallandi er að ljúka þessu verkefni áður en slys verður í þeim flöskuhálsi sem myndast hefur við aðkomuna inn í þéttbýlið á Sauðárkróki.

  3. Flug til Sauðárkróks. Rekstraraðila verði gert kleift að halda áfram þjónustu við Skagafjörð og nágrenni með sama hætti og verið hefur, á gildistíma áætlunarinnar.

  4. Hvatt er til þess að fylgt verði tillögu svokallaðs "Lágheiðahóps" þegar sett var af stað jarðgangaframkvæmd um Héðinsfjörð á sínum tíma. Hópurinn lagði til að gerður yrði betri sumarvegur um Lágheiði en uppbygging hans virðist ekki á dagskrá í samgönguáætluninni.

Sveitarstjóra falið að koma bókun byggðarráðs á framfæri við nefndasvið Alþingis og þingmenn kjördæmisins.

2.Umsókn um styrk vegna náms- og kynnisferðar starfsmanna grunn- og tónlistarskólans til Póllands

Málsnúmer 1005082Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá fræðslustjóra um 600 þús.kr. styrk vegna náms- og kynnisferðar 90 starfsmanna grunnskólanna og tónlistarskólans til Póllands í júní nk. Styrknum er ætlað að greiða fyrir túlkaþjónustu og akstri á erlendri grund.

Byggðarráð samþykkir að veita allt að 600 þús.kr. til túlkaþjónustu og ferðakostnaðar í skólaheimsóknum ferðarinnar. Fjármunir teknir af málaflokki 21610.

3.V.I.T. 2010

Málsnúmer 1002246Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bókun 158. fundar félags- og tómstundanefndar.

4.Atvinnuátak fyrir námsmenn og atvinnuleitendur

Málsnúmer 1005026Vakta málsnúmer

Erindið áður á dagskrá 515. fundar ráðsins. Lagt fram til kynningar.

5.Sjöundastaðir 146883 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 1005069Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem tilkynnt er um aðlaskipti á jörðinni Sjöundastöðum, landnúmer 146883. Seljandi er Gréta Jóhannsdóttir og kaupandi Erla Signý Lúðvíksdóttir.

6.Úrskurður um gjaldþrotaskipti

Málsnúmer 1004108Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra frá 20. apríl sl., um gjaldþrot Jarðgerðar ehf.

Undirritaður telur mikilvægt að Byggðarráð Skagafjarðar hefji nú þegar viðræður við kröfuhafa Jarðgerðar ehf. um möguleika þess að í sveitarfélaginu verði áfram sambærileg starfsemi og fyrirtækið Jarðgerð ehf. var stofnað til.

Gísli Árnason

Byggðarráð telur ekki tímabært að fara í formlegar viðræður við kröfuhafa, en felur sveitarstjóra að kanna leiðir sem mögulegar eru til að halda starfseminni áfram á svæðinu.

Sigurður Árnason vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

7.Styrktarsjóður EBÍ 2010

Málsnúmer 1005068Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Styrktarsjóði EBÍ, þar sem tilkynnt er um breytt fyrirkomulag á úthlutun styrkja árið 2010. Ekki verður óskað eftir umsóknum í sjóðinn heldur mun stjórn hans verja úthlutnarfé hans til sérstakra brýnna verkefna í sveitarfélögunum.

8.Ársreikningur 2009

Málsnúmer 1005057Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur 2009 fyrir Dvalarheimili aldraðra á Sauðá, Hásæti 5 a-c.

9.Ísland á iði - hjólað í vinnuna

Málsnúmer 1004076Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, þar sem minnt er á átaksverkefnið "Hjólað í vinnuna" og sveitarfélagið hvatt til þess að hafa umhverfi hjólreiðamannsins s.s. göngu- og hjólreiðastíga sem best.

Fundi slitið - kl. 12:00.