Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

493. fundur 15. október 2009 kl. 16:30 - 18:34 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2010

Málsnúmer 0910021Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kynnti drög að tillögu að fjárhagsrömmum fyrir málaflokka aðalsjóðs vegna ársins 2010.

Meirihluti byggðarráðs samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárhagsrömmum fyrir málaflokka aðalsjóðs vegna ársins 2010, með áorðnum breytingum til nefnda.

Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann taki ekki afstöðu til útsendra ramma á þessu stigi.

2.Endurskoðun jarða- og ábúðarlaga, beiðni um umsögn

Málsnúmer 0910040Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn og sjónarmiðum varðandi endurskoðun jarða- og ábúðarlaga.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar.

Fundi slitið - kl. 18:34.