Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

416. fundur 11. janúar 2008 kl. 09:00 - 10:50 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Tillaga um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2008

Málsnúmer 0801005Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um tekjuviðmiðun og afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2008.Byggðarráð samþykkir að fullur afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2008 verði 45.000. Afslátturinn skerðist hlutfallslega miðað við eftirfarandi tekjuviðmið:Einstaklingar með tekjur að kr. 1.850.000 fá fullan afslátt og afslátturinn fellur niður þegar tekjur hafa náð kr. 2.500.000. Hjón og sambýlisfólk með tekjur að kr. 2.500.000 fá fullan afslátt og afslátturinn fellur niður þegar tekjur hafa náð kr. 3.400.000.

2.Erindi sóknanefndar Ketukirkju varðandi viðhaldsstyrk

Málsnúmer 0801001Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 16. desember 2007 frá sóknarnefnd Ketusóknar þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 400.000 til viðhalds Ketukirkju.Byggðarráð sér sér ekki fært að styrkja verkefnið þar sem það snýst ekki um lögbundið hlutverk sveitarfélagsins varðandi viðhald kirkjugarða.

3.Beiðni um launalaust leyfi

Málsnúmer 0801006Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 18. desember 2007 frá Rúnari Vífilssyni, þar sem hann óskar eftir launalausu námsleyfi frá störfum sem fræðslustjóri sveitarfélagsins, tímabilið 1. ágúst 2008 til 31. júlí 2009.Byggðarráð samþykkir umsókn umsækjanda eins og hún liggur fyrir.

4.Ósk um að ganga úr stjórn Jarðgerðar ehf

Málsnúmer 0801007Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Bjarna Maronssyni, dagsettur 8. janúar 2008, þar sem hann óskar eftir því við sveitarstjórn að fá að láta af störfum sem fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn Jarðgerðar ehf.Byggðarráð samþykkir að leysa Bjarna undan stjórnarsetu og þakkar honum fyrir góð störf í þágu sveitarfélagsins.

5.Samningur um hádegismat í Árskóla

Málsnúmer 0801009Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur um kaup á hádegismat fyrir Árskóla milli sveitarfélagsins og Kaffi-Króks/JASK ehf.Byggðarráð samþykkir framlagðan samning.

6.Tilnefning aðila í stjórn Vaxtarsamnings Nl.v.

Málsnúmer 0801010Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá SSNV, dagsettur 9. janúar 2008, þar sem óskað er eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður tilnefni þrjá stjórnarmenn í stjórn Vaxtarsamnings Norðurlands vestra.Byggðarráð samþykkir að tilnefna Örnu Björgu Bjarnadóttur, Unnar Ingvarsson og Pétur Friðjónsson sem fulltrúa sveitarfélagsins.

7.Styrkbeiðni vegna frumflutnings tónverka

Málsnúmer 0801011Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Skagfirsku söngsveitinni í Reykjavík. Óskað er eftir styrk vegna flutnings söngsveitarinnar á verkunum Solveig á Miklabæ og Jörð í Skagafirði í febrúar 2008.Byggðarráð vísar erindinu til menningar- og kynningarnefndar.

8.Félagslegar íbúðir að Hólum í Hjaltadal

Málsnúmer 0801008Vakta málsnúmer

Lagt fram mat fasteignasala á líklegu söluverði félagslegra fasteigna sveitarfélagsins við Nátthaga að Hólum í Hjaltadal.

9.Landsmót hestamanna 2010

Málsnúmer 0801012Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar staðfesting á umsókn hestamannafélaga og sveitarfélaga í Skagafirði til LH um að halda Landsmót 2010 á Vindheimamelum.

10.EFTA úttektir vegna siglingaverndar

Málsnúmer 0801013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Siglingastofnun, dagsett 12. desember 2007 varðandi skoðanir og úttektir Eftirlitsstofnunar EFTA á vettvangi siglingaverndar.

11.Vänortsmöte i Esbo júní 2008

Málsnúmer 0801036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 24. september 2007 frá vinabænum Esbo í Finnlandi um vinabæjamót 11.-14. júní 2008.

12.Styrkur vegna samdráttar aflamarks þorks

Málsnúmer 0801014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dagsett 28. desember 2007, þar sem tilkynnt er um styrk frá ráðuneytinu til sveitarfélagsins, sem ætlað er að koma til móts vegna tekjumissis vegna tímabundins samdráttar í aflamarki þorks. Styrkupphæðin er kr. 1.631.224.Byggðarráð undrast niðurstöðu á úthlutun til sveitarfélagsins og telur að hún sé of lág og í hróplegu ósamræmi við núverandi forsendur og tekjutap sveitarfélagsins vegna niðurskurðar aflaheimilda. Byggðarráð áskilur sér rétt til að gera frekari athugasemdir.

13.Áætluð úthl. framlags v. sérþarfa fatl.nemenda 2008

Málsnúmer 0801015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 27. desember 2007, þar sem kynnt er áætlað framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2008.

14.Tilkynning um sölu jarðarinnar Héraðsdalur 2 land, landnúmer 213915

Málsnúmer 0801003Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 18. desember 2007, varðandi sölu á Héraðsdal II, land 20.3 ha, landnúmer 213915. Seljandi Quality á Íslandi ehf og kaupandi B. Pálsson ehf, Dallandi, Mosfellsbæ.

15.Tilkynning um sölu jarðarinnar Héraðsdalur 2 land, landnúmer 213918

Málsnúmer 0801004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 18. desember 2007, varðandi sölu á Héraðsdal II, land 5,18 ha, landnúmer 213918. Seljandi Quality á Íslandi ehf og kaupandi B. Pálsson ehf, Dallandi, Mosfellsbæ.

16.Þjóðlendukröfur

Málsnúmer 0801016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá óbyggðanefnd, dagsett 2. janúar 2008, þar sem kynnt er afmörkun á svæði 7 hjá óbyggðanefnd.

17.Breytingar á Stjórnarráðinu

Málsnúmer 0801017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá samgönguráðuneytinu, dagsett 28. desember 2007 varðandi breytingar á Stjórnarráðinu. M.a. flyst umsýsla sveitarstjórnarmála og þar með málefni Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá félagsmálaráðuneyti til samgönguráðuneytis.

18.Könnun á stöðu leiguíbúða sveitarfélaga 31.12. 2007

Málsnúmer 0801018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Varasjóði húsnæðismála, dagsett 2. janúar 2008 varðandi könnun á stöðu leiguíbúða sveitarfélaga þann 31.12. 2007.

19.Gjafabréf - portrett stytta af Stefáni Íslandi

Málsnúmer 0801019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar gjafabréf dagsett 5. janúar 2008 frá Guðrúnu Einarsdóttur. Gjöfin er portrett stytta af Stefáni Íslandi, afhent til varðveislu og til eignar eftir hennar dag. Styttan er bronsafsteypa af leirportretti eftir Sigurjón Ólafsson (1942).Byggðarráð þakkar fyrir höfðinglega gjöf og leggur til að henni verði fundinn verðugur staður í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð.

20.Ráðstefna um stefnumarkandi áætlun í Barnavernd

Málsnúmer 0801037Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dagsett 4. janúar 2008, varðandi ráðstefnu um drög að stefnumarkandi áætlun í barnavernd 2007-2010.Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félags- og tómstundanefndar.

Fundi slitið - kl. 10:50.