Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

575. fundur 08. desember 2011 kl. 09:00 - 11:10 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Álitsgerð vegna aðalskipulags

Málsnúmer 1111030Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið sat Stefán Þ. Ólafsson hrl. fundinn og fór yfir álitsgerð sem hann ritaði ásamt Arnari Inga Ingvarssyni lögfræðingi, um ákvörðun umhverfisráðherra frá 31. maí 2011 að fresta staðfestingu á þeim hluta aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem varðar legu á Þjóðvegi nr. 1 í Skagafirði.

2.Málefni Heilbrigisstofnunarinnar Sauðárkróki

Málsnúmer 1111158Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið kom Hafsteinn Sæmundsson forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki á fundinn til viðræðu um málefni stofnunarinnar.

3.Gjaldskrá fasteignagjalda árið 2012

Málsnúmer 1112071Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að eftirtaldir skattar og gjöld verði innheimt við álagningu fasteignagjalda árið 2012.

Fasteignaskattur A-flokkur 0,50%

Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%

Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%

Undir C-flokk falla nú gripahús sem áður voru í A-flokki og eru á skipulögðum svæðum í þéttbýli.

Lóðarleiga íbúðarlóða 1,50%

Lóðarleiga atvinnulóða 2,50%

Leiga beitarlands 0,50 kr/m2

Leiga ræktunarlands utan þéttbýlis 0,90 kr/m2

Leiga ræktunarlands í þéttbýli 1,25 kr/m2

Gjaldskrá nr. 1069 fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa í Sveitarfélaginu Skagafirði frá 20. desember 2006 er óbreytt.

Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði átta, frá 1. febrúar 2012 til 1. september 2012. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 23.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2012. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga, 1. maí 2012, séu þau jöfn eða umfram 23.000 kr.

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2012 verða sendir í pappírsformi til allra lögaðila og gjaldenda sem eiga lögheimili utan sveitarfélagsins og þeirra gjaldenda sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu og eru 65 ára og eldri. Gert er ráð fyrir að aðrir gjaldendur nálgist rafræna útgáfu álagningarseðlanna í Íbúagátt sveitarfélagsins og á vefsíðu island.is, nema þeir óski sérstaklega eftir pappírsútgáfu. Þessi tilhögun verði auglýst með góðum fyrirvara í staðarblöðum og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

4.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2012

Málsnúmer 1112072Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að fjárhæðir í reglum sveitarfélagsins um afslátt af fasteignaskatti, til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega sem eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði, verði óbreyttar frá árinu 2011.

4. grein verði svo hljóðandi:

Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að 50.000 kr. á árinu 2012. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við upphafsálagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2010. Hámarks afsláttarupphæð við upphafsálagningu er 25.000 kr. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2011 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

5.gr. verði eftirfarandi:

Tekjumörk eru sem hér segir:

Fyrir einstaklinga:

a) með tekjur allt að 2.300.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.

b) með tekjur yfir 3.100.000 kr. enginn afsláttur.

Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:

a) með tekjur allt að 3.100.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.

b) með tekjur yfir 4.200.000 kr. enginn afsláttur.

Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

5.Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts

Málsnúmer 1112073Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að reglur sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 verði óbreyttar.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

6.Fjárhagsáætlun 2012

Málsnúmer 1109011Vakta málsnúmer

Rætt um fjárhagsáætlun 2012.

7.Bréf frá innanríkisráðherra

Málsnúmer 1111191Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar afrit af bréfi ÖgmundarJónassonar innanríkisráðherra til Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), þar sem segir "að í tillögum mínum til að tólf og fjögurra samgönguáætlunum, sem lagðar verða fyrir Alþingi innan skamms, er hvorki gerð tillaga um flutning á hringveginum frá Blönduós yfir á nýja Svínvetningabraut né flutning hans til suðurs frá Varmahlíð. Ég lít svo á að flutningur hringvegarins á þessum stöðum eigi ekki að vera viðfangsefni skipulagsyfirvalda nema sveitarfélögin sjálf óski eftir því."

8.Útboð á tryggingum sveitarfélagsins 2012-2015

Málsnúmer 1107092Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 7. desember 2011 vegna opnunar tilboða í tryggingar fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.

Fundi slitið - kl. 11:10.