Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

456. fundur 01. desember 2008 kl. 09:00 - 13:07 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2009

Málsnúmer 0809004Vakta málsnúmer

Unnið með gögn vegna fjárhagsáætlunar 2009. Til viðræðu komu á fundinn Gunnar Sandholt félagsmálastjóri, Herdís Á. Sæmundardóttir fræðstlustjóri, Sigurður Árnason formaður fræðslunefndar, Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, Einar E. Einarsson formaður skipulags- og byggingarnefndar og landbúnaðarnefndar og Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Viku þau svo af fundi.

2.Byggðastofnun - fyrirhugaðar breytingar

Málsnúmer 0811065Vakta málsnúmer

Ræddur og undirbúinn fundur vegna málsins með fulltrúum iðnaðarráðuneytis.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bóka fund í iðnaðarráðuneytinu næsta föstudag. Jafnframt er sveitarstjóra falið að óska eftir fundi með fulltrúum fjárlaganefndar sama dag.

Fundi slitið - kl. 13:07.