Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

523. fundur 29. júlí 2010 kl. 09:00 - 10:31 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Helga Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Tillaga um heildarendurskoðun á rekstri

Málsnúmer 1006026Vakta málsnúmer

Tillaga sveitarstjóra sem vísað var til byggðarráðs frá 266. fundi sveitarstjórnar þann 1. júlí sl.

1. Sveitarstjórn samþykkir að leggja til við vitakandi nýkjörna sveitarstjórn að mynduð verði á fyrsta reglulega fundi hennar starfsnefnd sem vinni með ráðgjafa (ráðgjafafyrirtæki) að tillögugerð um heildarendurskipulagningu á rekstri sveitarélagsins og stofnana þess. Formaður nefndarinnar yrði kjörinn sérstaklega en auk þess tilnefndi hver listi sem sæti á í sveitarstjórn einn fulltrúa í nefndina. Formaður starfi að verkefninu á starfstíma nefndarinnar samkvæmt sérstökum samningi sem við hann yrði gerður og staðfestur af byggðarráði og sveitarstjórn. Aðrir nefndarmenn fái laun sambærileg launum aðalfulltrúa í fastanefndum sveitarfélagsins á starfstíma hennar. Með nefndinni starfi sveitarstjóri eftir þörfum og aðrir sem hann og/eða nefndin kallar til.

2. Starfsnefndin, í samvinnu við sveitarstjóra, gangi frá samningi við ráðgjafafyrirtæki að undangenginni tilboðsgjöf frá völdum aðilum í það verkefni að vinna með nefndinni að tillögugerðinni, þ.m.t. tillögum að breytingum á samþykktum og reglum sem í gildi eru og tillögugerð nefndarinnar mögulega kallaði á. Gert yrði ráð fyrir að nefndin hafi sem viðmið ákveðin markmið um sparnað í rekstri sem stefnt skuli að því að ná. Samningur við ráðgefandi aðila leggist fyrir byggðarráð og hljóti staðfestingu þess áður en samningur tæki endanlega gildi. Nefndin hæfi störf strax og hún hefur verið sett á laggirnar og yrði gert að skila niðurstöðu innan ákveðins tilskilins frests samkvæmt nánari ákvörðun sveitarstjórnar þar um.

3. Gerðar verði nauðsynlegar breytingar á fjárhagsáætlun núlíðandi árs til að mæta áætluðum kostnaði við verkefnið þegar fyrir liggur tillaga að samningi við ráðgjafa og annað fyrirkomulag vinnunnar.

Greinargerð:

Rætt hefur verið um nokkurn tíma að til þurfi að koma markviss vinna að endurskoðun á rekstri sveitarfélagsins og var því m.a. mjög haldið á lofti í tengslum við umræðu um stækkun Árskóla og flutning allrar starfsemi skólans ásamt tónlistarskóla undir eitt þak. Var tekið á þessu atriði í tillögum sem fluttar voru á sveitarstjórnarfundi þeim sem fjallaði sérstaklega um stækkunaráform Árskóla nú nýverið. Hef ég mjög oft minnst á nauðsyn þessa og því er þessi tillaga til komin. Skýrslur þær sem sveitarstjórn lét vinna og umsagnir vegna áforma um nýbyggingu við Árskóla taka einnig mjög skýrt á þessu atriði og er þar rakin afar brýn þörf á tiltekt í rekstri sveitarfélagsins og stofnana þess, burtséð frá því hvort ráðist yrði í þá framkvæmd eður ei.

Ég hefði kosið að koma með þessa tillögu eða svipaða miklu fyrr en nú er hún lögð fram vegna þess að stutt er í það að núverandi sveitarstjórn missi umboð sitt og að undirritaður hætti störfum sem sveitarstjóri að eigin ósk. Ég tel mikilvægt að sú sveitarstjórn sem nú situr ljúki þessari umræðu allri með því að leggja til að þessari skoðun verði hrundið af stað og ég lít á það sem eðlilegt framhald á þeirri vinnu sem sveitarstjórnin hefur unnið að hvað hagræðingu og sparnað í rekstri varðar og þeim árangri sem þrátt fyrir allt hefur náðst. Þessi sveitarstjórn ber ekki ábyrgð á því hruni sem varð og hefur orðið að takast á við það erfiða verkefni að ná fram auknu hagræði og sparnaði í rekstri á sama tíma og tekjur sveitarfélagsins hafa lækkað umtalsvert.

Í málefnasamningi Framsóknarflokks og Vinstri grænna í Skagafirði eftir kosningar 2010 stendur eftirfarandi: "unnið verður að hagræðingu og sparnaði í rekstri sveitarfélagsins og hallalausum rekstri m.a. verði skipuð nefnd til að fara yfir leiðir að þeim markmiðum". Er meirihlutanum ljóst mikilvægi þess að slík heildarendurskoðun fari fram og mun henni vera hrint í framkvæmt eins fljótt og auðið er. Að mati meirihlutans er það hinsvegar brýnt, þegar farið er slíka vinnu að sá sveitarstjóri sem sitja á út kjörtímabilið sé með frá upphafi og hafi um vinnulagið að segja. Að því leiðir að ekki verður farið af stað með þessa vinnu fyrr en nýr sveitarstjóri hefur verið ráðinn en umsóknarfrestur um stöðu sveitarstjóra rennur út 30. júlí næstkomandi. Leggur meirihlutinn því til, í samráði við Guðmund Guðlaugsson sveitarstjóra og fluttningsmann tillögunnar, að tillögunni verið frestað þar til nýr sveitarstjóri hefur verið ráðinn.

Samþykkt samhljóða. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað: Ég fagna því að tillagan hafi verið lögð fram. Sigurjón Þórðarson óskar bókað: Mikilvægt er að það dragist ekki fram úr hófi að ráða sveitarstjóra, þannig að nauðsynleg verkefni svo sem endurskoðun á fjármálum sveitarfélagsins tefjist ekki að óþörfu.

2.Ósk um styrk vegna skólahreysti

Málsnúmer 1007070Vakta málsnúmer

Andrés Guðmundsson sækir um 50.000 kr styrkt fyrir hönd Icefitness ehf, sem stendur fyrir verkefninu Skólahreysti. Verkefnið er í samstarfi við grunnskóla landsins, þar sem markmið er að auka hreyfingu unglinga og barna og gera heilbrigðan og góðan lífstíl eftirsóknarverðan.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla upplýsinga um áhuga og kostnað skólanna í Skagafirði vegna þátttöku í þessu verkefni. Afgreiðslu málsins frestað þar til upplýsingar liggja fyrir.

3.Fyrirspurn Grétu Sjafnar, Jóns Magnússonar og Sigurjóns Þórðarsonar til formanns Byggðaráðs

Málsnúmer 1007110Vakta málsnúmer

Við undirrituð óskum skriflegra svara við eftirfarandi spurningum á næsta fundi byggðaráðs, sem væntanlega verður fimmtudaginn 29. júlí.

1. Hver er ástæða þess að ekki er búið að leggja fram tillögu sveitarstjóra, Guðmundar Guðlaugssonar um heildarendurskoðun á rekstri sveitarfélagsins, sem vísað var frá fundi sveitarstjórnar þann 8. júní sl.til nýrrar sveitarstjórnar og tekin var til umfjöllunar í sveitarstjórn 1.júlí sl. og þaðan vísað til byggðaráðs.

2. Hvernig líður vinnu endurskoðanda sveitarfélagsins um framkvæmd milliuppgjörs 30.06.2010 fyrir sveitarfélagið og stofnana þess, sbr. samþykkt byggðaráðs 1.júlí sl.

Greinargerð

Mikilvægt er byggðaráð taki strax til umfjöllunar tillögu þess efnis að ráðist verði í heildarendurskoðun á rekstri sveitarfélagsins. Eins og fram kemur í greinargerð sem fylgir tillögunni kemur skýrt fram í skýrslum og sem fyrri sveitarstjórn lét vinna vegna áforma um nýbyggingu við Árskóla, að afar brýn þörf er á tiltekt í rekstri sveitarfélagsins og stofnana þess, burtséð frá því hvort ráðist yrði í þá framkvæmd eður ei. Það kom einnig fram í skýrslu sveitarstjóra með ársreikningi sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir árið 2009 að tekjur sveitarfélagsins hafa verið að lækka umtalsvert og mikilvægt sé að bregðast við þeirri þróun. Það er því ekki hægt að okkar mati að láta hjá líðast að leggja umrædda tillögu fram og mikilvægt að vinna að því að ná fram breiðri samstöðu allra flokka, hvernig best sé að ráðast í þessa mikilvægu vinnu.

Mikilvægt er að milliuppgjör með rekstarniðurstöðu í samanburði við fjárhagsáætlun, uppreiknaðar eignir, skuldir og skuldbindingar og helstu lykiltölur sambærilegar þeim er birtast í ársreikningi hverju sinni, liggi fyrir sem fyrst og verði nýttar til þess að meta stöðu sveitarfélagsins og getu þess til þess að standa við núverandi skuldbindingar og ekki síst til þess að meta getu sveitarfélagsins til þess að stofna til nýrra skuldbindinga s.s. áform um nýbyggingu við Árskóla.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon og Sigurjón Þórðarson.

Svar við fyrirspurn Grétu Sjafnar, Jóns Magnússonar og Sigurjóns Þórðarsonar dagsettri 26.júlí 2010

1. Vegna fyrirspurnar Grétu Sjafnar, Jóns Magnússonar og Sigurjóns Þórðarsonar dagsettri 26. júlí 2010 um ástæður þess að ekki sé búið að leggja fram tillögu Guðmundar Guðlaugssonar sveitastjóra um heildar endurskoðun á rekstri sveitarfélagsins sem vísað var frá fundi sveitarstjórnar þann 8. Júní sl. til nýrrar sveitastjórnar og tekin var til umfjöllunar í sveitastjórn 1. Júlí sl. og þaðan vísað til byggðaráðs er vísað til afgreiðslu byggðaráðs á tillögunni þann 29. Júlí þar sem fram kom eftirfarandi:

Í málefnasamningi Framsóknarflokks og Vinstri grænna í Skagafirði eftir kosningar 2010 stendur eftirfarandi: "unnið verður að hagræðingu og sparnaði í rekstri sveitarfélagsins og hallalausum rekstri m.a. verði skipuð nefnd til að fara yfir leiðir að þeim markmiðum". Er meirihlutanum ljóst mikilvægi þess að slík heildarendurskoðun fari fram og mun henni vera hrint í framkvæmt eins fljótt og auðið er. Að mati meirihlutans er það hinsvegar brýnt, þegar farið er slíka vinnu að sá sveitarstjóri sem sitja á út kjörtímabilið sé með frá upphafi og hafi um vinnulagið að segja. Að því leiðir að ekki verður farið af stað með þessa vinnu fyrr en nýr sveitarstjóri hefur verið ráðinn en umsóknarfrestur um stöðu sveitarstjóra rennur út á 30. júlí næstkomandi. Leggur meirihlutinn því til, í samráði við Guðmund Guðlaugsson sveitarstjóra og fluttningsmann tillögunnar, að tillögunni verið frestað þar til nýr sveitarstjóri hefur verið ráðinn.

2. Varðandi seinni hluta fyrirspurnarinnar um það hvernig liði vinnu endurskoðanda sveitarfélagsins um framkvæmd milliuppgjörs 30.06.2010 fyrir sveitarfélagið og stofnana þess, sbr. samþykkt byggðaráðs 1. júlí sl. þá er staða mála sú að hafin er vinna við milliuppgjörið en vegna sumarleyfa hefur tíminn reynst ódrjúgur. Unnið er að afstemmingum og er sú vinna vel á veg komin. Endurskoðandi sveitarfélagsins mun koma af fullum þunga í þessa vinnu í ágúst og stefnt er að því að vinnu við uppgjörið ljúki í þeim mánuði.

Sauðárkróki 29. júlí 2010

4.Námskeið um lýðræði í sveitarfélögum

Málsnúmer 1007077Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst standa fyrir námskeiði um lýðræði í sveitarfélögum 6. sept. nk., ef tilskilin þátttaka næst. Þess er óskað að skráningar berist fyrir 15. ágúst nk. Sambandið hyggst einnig standa fyrir námskeiðum fyrir kjörna fulltrúa í nóvember þar sem áhersla verður lögð á fjármálastjórnun og vinnuveitandahlutverk sveitarstjórna.

Þeir sveitarstjórnarfulltrúar sem áhuga hafa á námskeiði þessu tilkynni áhuga sinn til sveitarstjóra, ákvörðun um þátttöku verður tekin þegar upplýsingar liggja fyrir.

5.Tilnefning fulltrúa í Menningarráð Norðurlands vestra.

Málsnúmer 1007066Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa Skagafjarðar, í Menningarráð Norðurlands vestra, tvo aðalmenn og jafnmarga til vara.

Formaður bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Björg Baldursdóttir og Guðný Kjartansdóttir

Varamenn: Sigríður Magnúsdóttir og Sorin Lasar

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

6.Kjör fulltrúa í stjórn Menningarseturs Skagafjarðar í Varmahlíð

Málsnúmer 1006121Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í stjórn Menningarseturs Skagafjarðar í Varmahlíð, til fjögurra ára, fimm aðalmenn og fimm til vara.
Formaður bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ásdís Sigurjónsdóttir, Ólafur Þ. Hallgrímsson, Gunnar Rögnvaldsson og Arnór Gunnarsson
Varamenn: Einar E Einarsson, Ingi Björn Árnason, Svavar Hjörleifsson, Ari Jóhann Sigurðsson og Sveinn Árnason

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

7.Skýrsla velferðarhóps

Málsnúmer 1007076Vakta málsnúmer

Á 17. Ársþingi SSNV 2009 var skipaður starfshópur sem hafði það hlutverk að fjalla um möguleika á auknu samstarfi aðildarsveitarfélaga SSNV á sviði velferðarmála. Stafshópurinn hefur skilað skýrslu um mögulegt samstarf á sviði félagsþjónustu á Norðurlandi vestra. Málið var til kynningar.

7.1.N1 - Ketilás olíuafgreiðsla

Málsnúmer 1007054Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 210. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 523. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

8.Barnaverndarnefnd - 140

Málsnúmer 1007007FVakta málsnúmer

Fundargerð 140. fundar barnaverndarnefndar lögð fram til kynningar á 523. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.

Fundi slitið - kl. 10:31.