Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

428. fundur 02. apríl 2008 kl. 12:30 - 14:00 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Sáttmáli til sóknar í skólamálum í Skagafirði

Málsnúmer 0802076Vakta málsnúmer

Í framhaldi af bókun byggðarráðs 13. mars sl. kom Herdís Sæmundardóttir á fundinn til að ræða verkefni sitt og vinnutilhögun framundan. Vék hún svo af fundi. Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

2.Skipulag húsnæðismála stjórnsýslu

Málsnúmer 0804001Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri lagði fram gögn og kynnti tillögu um breytingu á skipulagi húsnæðis stjórnsýslunnar í Ráðhúsi og Faxatorgi 1. Áætlaður kostnaður er allt að 5 mkr. Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu og vísar fjármögnun til viðhaldsliðar eignasjóðs og endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2008.

3.Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda 2008

Málsnúmer 0802063Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Löngumýrarskóla þar sem óskað er eftir að álagning fasteignagjalda á kapelluna (226-5340) verði endurskoðuð. Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu eins og það er lagt fyrir og með tilliti til núverandi skráningar í fasteignaskrá.

4.Vänortsmöte i Esbo júní 2008

Málsnúmer 0801036Vakta málsnúmer

Lagt fram boðsbréf dagsett 17. janúar 2008 frá vinabænum Esbo í Finnlandi um vinabæjamót 11.-14. júní 2008. Byggðarráð samþykkir framlagaða tillögu um að þeir aðalfulltrúar í sveitarstjórn sem sjái sér fært að fara verði fulltrúar sveitarfélagsins á vinabæjamótinu auk embættismanna.

Fundi slitið - kl. 14:00.