Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

501. fundur 15. desember 2009 kl. 11:15 - 14:55 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fráveita - yfirfærsla til Skagafjarðarveitna

Málsnúmer 0911085Vakta málsnúmer

Á 499. fundi byggðarráðs var skipaður starfshópur sem átti m.a. að fara yfir og meta kosti og galla á mögulegum tilflutningi fráveitu til Skagafjarðarveitna ehf um næstu áramót. Lögð fram greinargerð hópsins þar sem fram kemur álit hópsins að breyting á núverandi fyrirkomulagi skili afar litlum, ef nokkrum, sparnaði í rekstri sveitarfélagsins. Rétt er hins vegar að árétta að yfirmenn þessara stofnana og tæknideildar leiti ávallt leiða til að ná fram meiri hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins í heild, hér eftir sem hingað til.

Byggðarráð samþykkir að ekki verði farið í tilflutning fráveitu til Skagafjarðarveitna um næstu áramót, en vinnuhópnum falið að starfa áfram að málinu og meðal annars meta húsnæðisþörf þessara rekstrareininga auk Brunavarna Skagafjarðar til lengri tíma litið.

Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann telji að til lengri tíma litið sé margskonar hagræði af yfirfærslu fráveitu til Skagafjarðarveitna.

2.Gjaldskrármál - Umhverfis-og samgöngunefnd

Málsnúmer 0901048Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu í Skagafirði skv. afgreiðslu á 51. fundar umhverfis- og samgöngunefndar.

Meirihluti byggðarráðs staðfestir gjaldskrána.

Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.

3.Skagafjarðarhafnir - Gjaldskrárhækkun

Málsnúmer 0811045Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2010 skv. afgreiðslu 50. fundar umhverfis- og samgöngunefndar.

Meirihluti byggðarráðs staðfestir gjaldskrána.

Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.

4.Gjaldskrá heilsdagsvistunar

Málsnúmer 0912010Vakta málsnúmer

Lögð fram breyting á gjaldskrá heildagsskóla fyrir árið 2010 skv. afgreiðslu 53. fundar fræðslunefndar.

Meirihluti byggðarráðs staðfestir gjaldskrána.

Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.

5.Fjárhagsáætlun félagsmála Gjaldskrár og viðmiðunarupphæðir

Málsnúmer 0912101Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá fyrir heimaþjónustu og dagvist aldraðra, einnig viðmiðunarupphæðir vegna fjárhagsaðstoðar og niðurgreiðslu dagvistar á einkaheimilum skv. afgreiðslu 152. fundar félags- og tómstundanefndar.

Meirihluti byggðarráðs staðfestir gjaldskrána og viðmiðunarupphæðirnar.

Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.

6.Gjaldskrár leikskóla

Málsnúmer 0905073Vakta málsnúmer

Lögð fram breyting á gjaldskrá leikskóla skv. afgreiðslu 53. fundar fræðslunefndar.

Meirihluti byggðarráðs staðfestir gjaldskrána.

Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.

7.Gjaldskrá Tónlistarskóla

Málsnúmer 0805067Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar fyrir skólaárið 2010/2011 skv. afgreiðslu 53. fundar fræðslunefndar.

Meirihluti byggðarráðs staðfestir gjaldskrána.

Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.

8.Gjaldskrá sundlauga og íþróttamannvirkja 2010

Málsnúmer 0912113Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá vegna sundlauga og íþróttamannvirkja fyrir árið 2010 skv. afgreiðslu 153. fundar félags- og tómstundanefndar.

Meirihluti byggðarráðs staðfestir gjaldskrána.

Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.

9.Gjaldskrá fasteignagjalda 2010

Málsnúmer 0912102Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að eftirtalin gjöld verði innheimt við álagningu fasteignagjalda árið 2010:

Fasteignaskattur A-flokkur 0,50%

Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%

Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%

Lóðarleiga íbúðarlóða 1,50%

Lóðarleiga atvinnulóða 2,50%

Leiga ræktunarlands utan þéttbýlis 0,70 kr/m2

Leiga ræktunarlands í þéttbýli 1,00 kr/m2

Fráveitugjald 0,275%

Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði átta, frá 1. febrúar 2010 til 1. september 2010. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær kr. 350 fellur niður. Ef heildarálagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki kr. 20.000 verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2010. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga, 1. maí 2010, séu þau jöfn eða umfram kr. 20.000.

10.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2010

Málsnúmer 0912103Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir eftirfarandi reglur um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti árið 2010.

Afsláttur verði hlutfallslegur og að hámarki kr. 50.000. Tekjumörk verði eftirfarandi:

Einstaklingar með tekjur allt að kr. 2.200.000 fá fullan afslátt og ef tekjur fara yfir kr. 3.000.000 fellur afslátturinn niður.

Hjón og samskattað sambýlisfólk með tekjur allt að kr. 3.000.000 fær fullan afslátt og ef tekjur fara yfir kr. 4.100.000 fellur afslátturinn niður.

11.Fjárhagsáætlun félagsmála 2010

Málsnúmer 0911007Vakta málsnúmer

Með afgreiðslu vísast til máls 0910021-Fjárhagsáætlun 2010 á dagskrá fundarins.

12.Fjárhagsáætlun fræðslumála 2010

Málsnúmer 0911010Vakta málsnúmer

Með afgreiðslu vísast til máls 0910021-Fjárhagsáætlun 2010 á dagskrá fundarins.

13.Fjárhagsáætlun Menningar- og kynningarnefndar 2010

Málsnúmer 0911045Vakta málsnúmer

Með afgreiðslu vísast til máls 0910021-Fjárhagsáætlun 2010 á dagskrá fundarins.

14.Fjárhagsáætlun Frístundasviðs 2010

Málsnúmer 0911014Vakta málsnúmer

Með afgreiðslu vísast til máls 0910021-Fjárhagsáætlun 2010 á dagskrá fundarins.

15.Fjárhagsáætlun Atvinnu- og ferðamálanefndar 2010

Málsnúmer 0911012Vakta málsnúmer

Með afgreiðslu vísast til máls 0910021-Fjárhagsáætlun 2010 á dagskrá fundarins.

Páll Dagbjartsson og Gísli Árnason óska bókað að þeir telji að eðlilegt sé við núverandi aðstæður að Skagafjarðarhraðlestin kosti að hálfu launagreiðslur til atvinnufulltrúa sem búið er að taka ákvörðun um að ráða.

16.Fjárhagsáætlun 2010 - Umhverfis- og samgöngunefnd

Málsnúmer 0911009Vakta málsnúmer

Með afgreiðslu vísast til máls 0910021-Fjárhagsáætlun 2010 á dagskrá fundarins.

17.Fjárhagsáætlun 2010

Málsnúmer 0910021Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun 2010 fyrir sveitarsjóð og stofnanir hans.

Rekstrartekjur A-hluta eru áætlaðar 2.685 milljónir króna og rekstrargjöld án fjármagnsliða 2.630 milljónir króna. Fjármagnsliðir 138 milljónir króna. Rekstrarhalli ársins 83.073 þús.kr.

Samantekin áætlun fyrir A og B-hluta sveitarsjóðs gerir ráð fyrir tekjum að upphæð kr. 3.057 milljónum króna, rekstrargjöldum án fjármagnsliða 2.866 milljónir króna og fjármagnsliðum 269 milljónir króna. Rekstrarhalli ársins 78.360 þús.krónur.

Fjárfesting samtals 584 milljónir króna og afborganir lána 216 milljónir króna og ný lántaka 495 milljónir króna.

Meirihluti byggðaráðs samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu sveitarstjórnar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann er á móti fjárhagsáætluninni eins og hún liggur fyrir. Gísli Árnason óskar bókað að hann geti ekki stutt framlagða fjárhagsáætlun og telur einnig að afgreiða hefði átt tillögu mína sem vísað var til byggðarráðs frá síðasta sveitarstjórnarfundi vegna erindis Hofsbótar ses.

18.Sögusetur ísl. hestsins - ósk um samstarfssamning

Málsnúmer 0910132Vakta málsnúmer

Erindið áður á dagskrá 496. fundar byggðarráðs. Lagðar fram umsagnir frá 42. fundi menningar- og kynningarnefndar og 55. fundi atvinnu- og ferðamálanefndar.

Meirihluti byggðarráðs samþykkir að styrkja Sögusetur ísl. hestsins um 1,5 mkr. á árinu 2010. Fjármagn tekið af styrkjalið málaflokks 05. Menningar- og kynningarnefnd falið að eiga viðræður við forsvarsmenn Sögusetursins með það í huga að reyna að fá fleiri aðila að verkefninu og fara yfir hvernig best verður staðið að uppbyggingu starfseminnar til framtíðar litið.

Páll Dagbjartsson og Gísli Árnason óska bókað: "Við teljum vera full efni til þess að gera umbeðinn samstarfssamning við Sögusetrið til þriggja ára og ætla til þess 5 milljónum króna árlega. Við hörmum viljaleysi meirihlutans til að styðja verkefnið, þrátt fyrir jákvæðar undirtektir í atvinnu- og ferðamálanefnd og menningar- og kynningarnefnd. Enginn vafi er á að starfsemi Sögusetursins muni leiða af sér afleidd störf."

19.Bygging leikskóla við Árkíl 2 á Sauðárkróki

Málsnúmer 0808037Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar byggðarráðs.

20.Gjaldtaka fyrir úthlutun lóða

Málsnúmer 0910086Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar byggðarráðs.

21.Viðskiptastaða vegna sölu Steinsstaðaskóla

Málsnúmer 0910034Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar byggðarráðs.

22.Stækkun friðlandsins í þjórsárverum

Málsnúmer 0912040Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið skipi fulltrúa í vinnuhóp um stækkun friðlands í Þjórsárverum.

Byggðarráð samþykkir að Einar E. Einarsson verði fulltrúi sveitarfélagsins í vinnuhópnum.

23.Rannsóknarnefnd umferðarslysa

Málsnúmer 0912100Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á að koma fyrir vörnum við götur þar sem hætta er á að börn geti rennt sér á snjósleðum í veg fyrir umferð ökutækja.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og tæknisviðs til úrvinnslu.

24.Söluframlög Varasjóðs húsnæðismála

Málsnúmer 0912074Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Varasjóði húsnæðismála þar sem tilkynnt er um að samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um framlög í sjóðinn falli úr gildi um næstu áramót.

Fundi slitið - kl. 14:55.