Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

431. fundur 23. apríl 2008 kl. 16:00 - 18:37 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Byggðakvóti - breyting á reglugerð

Málsnúmer 0801057Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs mættu forsvarsmenn Grafaróss ehf til viðræðu vegna byggðakvóta en þeir eru tilbúnir að taka á móti fiski til vinnslu á Hofsósi. Véku þeir síðan af fundi.
Byggðarráð leggur ekki til breytingu á núgildandi reglugerð um byggðakvóta varðandi löndunarskyldu á Hofsósi. Byggðarráð fer fram á við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að hraðað verði endurúthlutun á byggðakvóta sem og að veiðitími verði lengdur.

2.m/b Strákur SK-126

Málsnúmer 0804075Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Litlamúla ehf þar sem farið er þess á leit að sveitarstjórn óski eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að aflétt verði vinnslukvöð á afla af m/b Strák SK-126 vegna úthlutaðs byggðakvóta þar sem útgerðinni hefur ekki tekist að finna verkunaraðila á Hofsósi.
Byggðarráð hafnar erindinu þar sem Grafarós ehf hefur hafið fiskvinnslu á Hofsósi.

3.Geislaútgerðin - byggðakvóti 2006-2007

Málsnúmer 0804082Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Geislaútgerðinni á Hofsósi þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að útgerðin fái að veiða byggðakvóta ársins 2006/2007 sem úthlutað var til hennar.
Byggðarráð hefur ekki forsendur til að beita sér í þessu máli og felur sveitarstjóra að gera grein fyrir því.

4.Ársreikningur 2007

Málsnúmer 0804089Vakta málsnúmer

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2007 lagður fram og kynntur. Nánari kynning fer síðan fram við fyrri umræðu í sveitarstjórn á næsta reglulegum fundi hennar en þá mun löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins, Kristján Jónasson fara yfir ársreikninginn, sundurliðanir og skýringar.
Samantekinn ársreikningur fyrir A og B hluta er með jákvæðri rekstrarniðurstöðu að upphæð 146,7 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

5.Meðferðarheimilið Háholt

Málsnúmer 0804074Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Barnaverndarstofu þar sem óskað er eftir endurnýjun á gildandi húsaleigusamningi vegna starfseminnar að Háholti, ásamt því að óskað er eftir að sveitarfélagið taki afstöðu til þess hvort það sé reiðubúið til að byggja húsnæði á lóð meðferðarheimilisins sem hýsi aðstöðu fyrir verklega þjálfun og geymslu. Þá er einnig farið fram á að nauðsynlegu viðhaldi innanhúss verði sinnt í sumar á þeim tíma sem starfsemi liggur niðri á heimilinu.
Byggðarráð fagnar áhuga Barnaverndarstofu á að endurnýja leigusamning um Háholt og samþykkir að fela sveitarstjóra í samráði við tæknideild að skoða málin nánar.

6.Árskóli - Aðgengismál fatlaðra nemenda

Málsnúmer 0804062Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Óskari G. Björnssyni skólastjóra Árskóla varðandi aðgengismál fatlaðra nemenda í húsnæði skólans við Skagfirðingabraut og brýna nauðsyn þess að setja upp lyftu fyrir næsta skólaár.
Byggðarráð samþykkir að fara í verkefnið og felur sveitarstjóra og tæknideild að koma með tillögu að hagkvæmustu lausn þess og jafnframt að kanna mögulega þátttöku Framkvæmdasjóðs fatlaðra í framkvæmdinni.

7.Vänortsmöte i Esbo júní 2008

Málsnúmer 0801036Vakta málsnúmer

Farið yfir þátttöku í vinabæjarmóti sem verður haldið í Esbo í Finnlandi 11.-14. júní nk.

8.Aðalfundur Tækifæris hf 2008

Málsnúmer 0804093Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Tækifæri - fjárfestingasjóði um aðalfund 2008 þann 6. maí nk.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

9.Lagabreytingar v. EES-samnings, 524. mál - frumv.

Málsnúmer 0804076Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn, 524. mál, EES-reglur, breyting ýmissa laga. Einnig lögð fram ályktun 133. fundar landbúnaðarnefndar frá 18. apríl sl.
Byggðarráð tekur undir ályktun landbúnaðarnefndar og ítrekar sérstaklega við sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis að afgreiðslu málsins verði frestað á meðan farið er yfir málið með hagsmunaaðilum.

10.Styrkbeiðni v.kaupa á bifreið f.Sambýli fatlaðra

Málsnúmer 0804081Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Kiwanisklúbbnum Drangey á Sauðárkróki þar sem klúbburinn kynnir að hann ætli að gefa sambýli fatlaðra á Sauðárkróki nýja bifreið til afnota í tilefni 30 ára afmælis klúbbsins á þessu ári. Óskað er eftir fjárframlagi frá sveitarfélaginu til verkefnisins.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félags- og tómstundanefndar til umsagnar.

11.Árskóli - menningarhús

Málsnúmer 0804018Vakta málsnúmer

Verkefnið Árskóli - menningarhús rætt. Áður kynnt á 429. fundi byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir að halda kynningarfund um verkefnið næsta þriðjudag á undan fundi sveitarstjórnar. Á fundinn verði boðaðir sveitarstjórnarfulltrúar og forstöðumenn þeirra stofnana sem byggingin snertir.

12.Aðalfundur Veiðifélags Miklavatns og Fljótaár 2008

Málsnúmer 0804078Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð um aðalfund 2008 Veiðifélags Miklavatns og Fljótaár, laugardaginn 26. apríl nk. í Félagsheimilinu Ketilási.
Byggðarráð samþykkir að fela landbúnaðarnefnd að skipa fulltrúa á fundinn.

13.Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2007-2008

Málsnúmer 0804079Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu um auglýsingu til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2007/2008. Umsóknarfrestur um byggðakvótann er til 30. apríl 2008.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs að sækja um byggðakvóta.

14.Túngata 4 - forkaupsréttur

Málsnúmer 0804095Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Fasteignasölu Sauðárkróks ehf þar sem tilkynnt er um sölu á fasteigninni Túngötu 4, Hofsósi. Þinglýst er kvöð um að Sveitarfélagið Skagafjörður njóti forkaupsréttar komi til sölu fasteignarinnar.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sveitarfélagsins.

15.Starfsendurhæfing

Málsnúmer 0802014Vakta málsnúmer

Starfsendurhæfing Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir að Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir verði aðalfulltrúi í stjórn og Gunnar M. Sandholt til vara.

16.Hækkun húsaleigubóta

Málsnúmer 0804066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu varðandi hækkun húsaleigubóta frá og með 1. apríl sl. skv. reglugerð um breytingu á reglugerð um húsaleigubætur, nr. 118/2003 á grundvelli samkomulags ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsettu 7. apríl sl.

17.Tilkynning um aðilaskipti að jörðum og öðru landi samkv, lögum nr. 81 frá 9. júní 2004.

Málsnúmer 0804085Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem tilkynnt er um aðilaskipti á jörðinni Hofsstaðaseli, landnr. 146407. Seljendur eru Vésteinn Vésteinsson og Elínborg Bessadóttir og kaupandi er Sel ehf.

18.Tilkynning um aðilaskipti að jörðum og öðru landi samkv, lögum nr. 81 frá 9. júní 2004.

Málsnúmer 0804084Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem tilkynnt er um aðilaskipti á jörðinni Fagranesi, landnr. 145928. Seljandi er Jón Eiríksson og kaupendur Camilla Munk Sörensen og Björn Sigurður Jónsson.

Fundi slitið - kl. 18:37.