Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

448. fundur 02. október 2008 kl. 10:00 - 10:40 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Samningar við skólabílstjóra

Málsnúmer 0807033Vakta málsnúmer

Lagt fram gagntilboð skólabílstjóra um leiðréttingu á upphæðum fyrir skólaakstur fyrir skólaárið 2007/2008 auk hækkunar á töxtum og breytt verðviðmið fyrir skólaárið 2008/2009. Áður á dagskrá 447. fundar ráðsins.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði skólabílstjóra, en á þeim forsendum að einungis verði samið til loka skólaárs 2008/2009 og tíminn nýttur til að skoða fyrirkomulag skólaakstursins í heild.

2.Tónlistarskóli Skagafjarðar - beiðni um fjárframlag

Málsnúmer 0810006Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá fræðslustjóra og skólastjóra Tónlistarskóla Skagafjarðar, þar sem óskað er eftir fjárveitingu að upphæð kr. 360.000 til uppbyggingar barnakórs við skólann og til söngnámskeiða fyrir almenning. Einnig er vísað í bókun byggðarráðs frá 30. apríl sl. varðandi söngnám.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa máls og óskar eftir frekari upplýsingum frá fræðslustjóra.

3.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfél. 2008

Málsnúmer 0809071Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2008 þann 17. október 2008.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hvaða reglur gilda um fjölda fulltrúa sem mega sækja ársfundinn. Byggðarráð telur að ástæða sé til þess að byggðarráðsfulltrúum og/eða sveitarstjórnarfulltrúum sé gefinn kostur á að sækja ársfund Jöfnunarsjóðs hverju sinni.

4.Alþjóðahús á Norðurlandi - þjónustusamn.

Málsnúmer 0809064Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Alþjóðahúsinu á Norðurlandi ehf, þar sem óskað er eftir að gerður verði þjónustusamningur á milli þess og sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar félags- og tómstundanefndar með tilliti til hvort aðilar hér í sveitarfélaginu geti veitt sambærilega þjónustu s.s. Skagafjarðardeild RKÍ.

5.Stytting þjóðvegar 1 í Skagafirði. Ný veglína

Málsnúmer 0809070Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Leið ehf þar sem kynnt er tillaga fyrirtækisins um styttingu þjóðvegar 1, Hringvegarins í Skagafirði um allt að 6,3 km. Ný veglína.
Byggðarráð hafnar hugmyndum fyrirtækisins þar sem meðal annars er gert ráð fyrir annarri veglínu í drögum að aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 10:40.