Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

479. fundur 03. júní 2009 kl. 09:00 - 11:56 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2009

Málsnúmer 0809004Vakta málsnúmer

Unnið með gögn vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009. Herdís Á. Sæmundardóttir fræðslustjóri kom inn á fundinn til viðræðu.
Byggðarráð samþykkir að vísa til allra sviðsstjóra og viðkomandi nefnda, fyrirliggjandi tillögum að hagræðingarkröfum sem fyrir fundinum liggja. Byggðarráð óskar eftir að fá til baka í síðasta lagi mánudaginn 15. júní nk., ítarlegar sundurliðanir á því hvernig skuli ná fram þeirri hagræðingu sem farið er fram á. Stefnt er að því að afgreiða endurskoðaða fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 á síðasta sveitarstjórnarfundi fyrir sumarfrí 30. júní 2009.
Bjarni Jónsson leggur fram svohljóðandi bókun: "Undirritaður telur sig ekki hafa forsendur til að taka afstöðu til þessara tillagna um breytingar á fjárhagsramma málaflokka sem fyrir fundinum liggja frá sveitarstjóra."

2.Kennslumagn 2009-2010

Málsnúmer 0905066Vakta málsnúmer

Samþykkt fræðslunefndar frá 48. fundi nefndarinnar um úthlutað kennslumagn fyrir grunnskólana skólaárið 2009/2010 vísað til byggðarráðs. Herdís Á. Sæmundardóttir fræðslustjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Vegna vinnu við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009 samþykkir byggðarráð að fresta afgreiðslu þessa liðar.

3.Umsókn um styrk vegna tónlistarveislu í Sæluviku

Málsnúmer 0903088Vakta málsnúmer

Umsókninni vísað af 472. fundi byggðarráðs til umsagnar menningar- og kynningarnefndar. Bókun 39. fundar menningar- og kynningarnefndar er á þann veg að nefndin hafi ekki fjármuni til að verða við þessu erindi.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

4.Jarðgerð ehf. - staða fyrirtækisins

Málsnúmer 0902058Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá forsvarsmanni Jarðgerðar ehf. þar sem óskað er eftir 350 þús.kr. framlagi sveitarfélagsins til starfseminnar pr. mánuð árið 2009.
Byggðarráð samþykkir að verða við erindinu að því gefnu að aðrir eigendur fyrirtækisins komi með sambærilegt framlag. Byggðarráð væntir þess að með þessum framlögum sé reksturinn tryggður til framtíðar og sem fyrst og eigi síðar en í ársbyrjun 2010, verði farið að greiða fyrir þjónustu fyrirtækisins eftir innvegnu magni úrgangs.

5.Gjaldskrá Tónlistarskóla

Málsnúmer 0805067Vakta málsnúmer

Tillaga að gjaldskrá fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar fyrir skólaárið 2009/2010 vísað til byggðarráðs til staðfestingar frá 48. fundi fræðslunefndar.
Vegna vinnu við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009 samþykkir byggðarráð að fresta afgreiðslu þessa liðar.

6.Unglingalandsmót UMFÍ 2009

Málsnúmer 0902023Vakta málsnúmer

Erindi vísað frá 143. fundi félags- og tómstundanefndar varðandi endurnýjun á merkingum á frjálsíþróttavellinum.
Byggðarráð samþykkir að verja 700 þús.kr. af þeim 3 mkr. sem er áætlaður kostnaður sveitarfélagsins vegna Unglingalandsmóts UMFÍ í þetta verkefni.

7.Íþróttahús við sundlaug - Hofsbót

Málsnúmer 0805090Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð til sveitarstjórnar Skagafjarðar frá Ungmennafélaginu Neista og Sjálfseignarstofnuninni Hofsbót sem afhent var á 478. fundi byggðarráðs.
Byggðarráð fagnar frumkvæði heimamanna í þessu máli og samþykkir að fela sveitarstjóra og tæknideild að leita nánari upplýsinga frá tilboðsgjöfum um tilboðið. Í framhaldi af þessari úttekt verði fundað með tilboðsgjöfum.

8.Þjóðlendukröfur

Málsnúmer 0801016Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Óbyggðanefnd varðandi kröfur fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur á vestanverðu Norðurlandi (nyrðri hluta) og opinber kynning óbyggðanefndar á þeim.
Byggðarráð felur sveitarstjóra og landbúnaðarnefnd í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins í þjóðlendumálunum að vinna að framgangi málsins.
Byggðarráð lýsir undrun á því að þessum málum skuli haldið til streitu í þessu árferði með tilheyrandi kostnaði fyrir alla aðila. Byggðarráð beinir eindregnum tilmælum til fjármálaráðherra að hann sjái til þess að allri kröfugerð íslenska ríkisins í þjóðlendumálum verði slegið á frest.

9.Lille venskabsbymøde i Køge den 13. - 15. maj 09

Málsnúmer 0901092Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur ásamt "Referat fra borgmestermøde den 14. maj 2009"

Fundi slitið - kl. 11:56.