Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

505. fundur 11. febrúar 2010 kl. 10:00 - 11:19 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki - Niðurskurður á fjárlögum

Málsnúmer 1002033Vakta málsnúmer

Hafsteinn Sæmundsson framkvæmdastjóri Heilbrigðistofnunarinnar Sauðárkróki kom á fundinn til viðræðu um málefni stofnunarinnar.

Byggðarráð ítrekar beiðni sveitarstjórnar um viðræður við heilbrigðisráðherra og felur sveitarstjóra að koma henni á framfæri.

2.Ysti-Mór: Niðurfelling sorphirðugjalds

Málsnúmer 1002029Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Birni Níelssyni þar sem hann fer þess á leit fyrir hönd eigenda, að álagt sorpeyðingargjald 2010 verði fellt niður af fasteigninni 214-4047, Ysti-Mór.

Byggðarráð hafnar erindinu.

3.Lækkun sorpeyðingargjalds

Málsnúmer 1002027Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Geirlaugu Björnsdóttir þar sem hún óskar eftir lækkun sorpeyðingargjalds 2010 vegna fasteignarinnar 213-2190, Skógargata 14, Skr.

Byggðarráð hafnar erindinu.

4.Hótel Varmahlíð - umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis

Málsnúmer 1002022Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Svanhildar Pálsdóttur um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Hótel Varmahlíð - Gististaður, flokkur V.

Byggððarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Páll Dagbjartsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

5.Lánasjóður: Heimild til að birta upplýsingar

Málsnúmer 1002016Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem sjóðurinn óskar eftir því að sveitarstjórn veiti almenna heimild fyrir því að lánasjóðurinn birti upplýsingar um stöðu lána sveitarfélagsins hjá sjóðnum. Er það mat stjórnenda sjóðsins að upplýsingagjöf um lántakendur muni auka traust á lánasjóðnum og leiði til betri kjara á lánamarkaði.

Byggðarráð mælir með því við sveitarstjórn að orðið verði við erindi Lánasjóðs sveitarfélaga.

6.Vinnufundur um tilfærslu þjónustu fatlaðra til sveitarfélaganna

Málsnúmer 1002028Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bókun 155. fundar félags- og tómstundanefndar um vinnufund um tilfærslu þjónustu fatlaðra til sveitarfélaganna, ásamt bréfi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um sama málefni.

Byggðarráð samþykkir að taka þátt í umræddum fundi og hvetur aðra sveitarstjórnarfulltrúa að gera slíkt hið sama.

7.Gróska - þorramót í Boccia 13. febr 2010

Málsnúmer 1002034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar boð frá Grósku, íþróttafélagi fatlaðra í Skagafirði til sveitarstjórnarmanna og starfsmanna Ráðhúss um að taka þátt í Þorramóti félagsins í Íþróttahúsi Sauðárkróks laugardaginn 13. febrúar 2010.

Byggðarráð þakkar boðið og hvetur þá sem geta til að mæta.

8.Þjóðaratkvæðagreiðsla

Málsnúmer 1002031Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Þjóðskrá varðandi kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu laugardaginn 6. mars 2010. Þeir verða á kjörskkrá, sem skráðir eru með lögheimili í sveitarfélaginu skv. íbúaskrá Þjóðskrár þann 13. febrúar 2010.

9.Smábátafélagið Skalli: Ályktun á aðalfundi 2009

Málsnúmer 1002030Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun aðalfundar Smábátafélagsins Skalla frá 16. september 2009 um strandveiðar.

Fundi slitið - kl. 11:19.