Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

612. fundur 06. desember 2012 kl. 09:00 - 10:40 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigríður Svavarsdóttir varam.
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun umhverfis- og samgöngunefnd vegna 2013

Málsnúmer 1210300Vakta málsnúmer

Lagðar fram fjárhagsáætlanir vegna málaflokks 07 - Brunamál og almannavarnir og 11- Umhverfismál, sem var vísað til byggðarráðs frá 80. fundi umhverfis- og samgöngunefndar.
Byggðarráð vísar áætlunum til endanlegrar gerðar fjárhagsáætlunar 2013.

2.Hækkun gjaldskrár sundlauga

Málsnúmer 1211200Vakta málsnúmer

Gjaldskrá sundlauga sveitarfélagsins fyrir árið 2013 vísað frá 190. fundi félags- og tómstundanefndar til byggðarráðs.

Gjaldskrá sundlauga í Sveitarfélaginu Skagafirði frá 1. janúar 2013:

Börn að 18 ára aldri búsett í sveitarfélaginu, frítt gegn framvísun þjónustukorts
Önnur börn 0-6 ára kr. 0
Önnur börn yngri en 18 ára 220 kr.
10 miða kort barna 1.650 kr.
Eldri borgarar búsettir í sveitarfélaginu, frítt gegn framvísun þjónustukorts
Öryrkjar búsettir í sveitarfélaginu, frítt gegn framvísun þjónustukorts
Aðrir öryrkjar 220 kr.
Fullorðnir í sund/gufu 550 kr.
Klukkutíma einkatími í gufu 4.400 kr.
10 miða kort fullorðinna 4.400 kr.
30 miða kort fullorðinna 8.200 kr.
Árskort fullorðinna 30.500 kr.
Sundföt 440 kr.
Handklæði 440 kr.

Gufubað og infrarauð sauna innifalin í aðgangi.

Endurútgáfa þjónustukorts 550 kr.

Aðrir þættir gjaldskyldu:

Börn með lögheimili utan Sveitarfélagsins Skagafjarðar byrja að greiða 1. júní árið sem þau verða 6 ára.

Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Lindargata 1 - Umsókn um rekstarleyfi

Málsnúmer 1206258Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Spíru ehf. um rekstrarleyfi fyrir Hótel Tindastól, Lindargötu 1, Sauðárkróki. Gististaður - flokkur V.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

4.Umsókn um styrk

Málsnúmer 1212014Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við árlegt eldvarnarátak sambandsins, sem beinist sérstaklega að nemendum í 3. bekk grunnskóla landsins.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 25.000 kr. af gjaldalið 07890.

5.Fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 1208106Vakta málsnúmer

Farið yfir gögn vegna fjárhagsáætlunar 2013.

6.Þriggja ára áætlun 2014-2016

Málsnúmer 1210039Vakta málsnúmer

Farið yfir gögn vegna þriggja ára áætlunar 2014-2016.

7.Sauðárkrókshöfn - ný smábátahöfn

Málsnúmer 1109306Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bókun 80. fundar umhverfis- og samgöngunefndar vegna opnunar tilboða í verkið "Sauðárkrókur - smábátahöfn við Suðurgarð"

8.Álit Samkeppniseftirlitsins á útleigu og sölu húsnæðis á vegum hins opinbera

Málsnúmer 1211225Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Samkeppniseftirlitinu til sveitarfélagsins, þar sem vakin er athygli á áliti Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2012, "Gæta skal að samkeppnissjónarmiðum við útleigu og sölu húsnæðis á vegum hins opinbera", og nokkrum fyrri álitum og skýrslum eftirlitsins sem snúa m.a. að stjórnsýslu sveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 10:40.