Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

1011. fundur 13. apríl 2022 kl. 11:30 - 11:49 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fundarherferð Öryrkjabandalagsins

Málsnúmer 2204074Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Öryrkjabandalagi Íslands, dagsettur 8. apríl 2022, þar sem bandalagið vekur athygli á opnum fundi með forystu ÖBÍ og Þroskahjálpar og frambjóðendum til sveitarstjórnar í Skagafirði. Fundurinn verður haldinn á KK restaurant miðvikudaginn 4. maí n.k.

2.Aðalfundur Norðurár

Málsnúmer 2204059Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð Norðurár bs. vegna aðalfundar þann 20. apríl 2022.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum og fari með atkvæðisrétt þess.

3.Íþróttahús, Skagf.braut - Umsagnarbeiðni, tækifærisleyfi

Málsnúmer 2204016Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, mál 2022-010445, dagsett 4. apríl 2022. Óskað er eftir umsögn um umsókn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, kt. 690390-1169, um tækifærisleyfi vegna Páskaskemmtunar Tindastóls í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki þann 16. apríl 2022.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi v. vorfagnaðar í Árgarði

Málsnúmer 2204052Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, mál 2022-010778, dagsett 6. apríl 2022. Óskað er eftir umsögn um umsókn Friðriks Rúnars Friðrikssonar um tækifærisleyfi vegna Vorfagnaðar í Árgarði þann 30. apríl 2022.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

5.Reglur um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn

Málsnúmer 2203138Vakta málsnúmer

Reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmd frístundaþjónustu við fötluð börn lagðar fram. Reglur þessar byggja á lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og leiðbeiningum félagsmálaráðuneytisins frá 20. desember 2019 um framkvæmd frístundaþjónustu. Einnig lagðar fram bókanir félags- og tómstundanefndar frá 300. fundi þann 10. mars 2022 og 178. fundi fræðslunefndar þann 30. mars 2022.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lagaákvæðum vegna tilfærslu Þjóðskrár Ísl til HMS (Fasteignaskrá)

Málsnúmer 2204037Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. apríl 2022 frá innviðaráðuneyti. Innviðaráðuneytið birtir í samráðsgátt, til umsagnar, drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum vegna tilfærslu fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Umsagnarfrestur er 01.04.2022-11.04.2022. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Byggðarráð fagnar þeim breytingum sem frumvarpsdrögin gera ráð fyrir.

Fundi slitið - kl. 11:49.