Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

1010. fundur 04. apríl 2022 kl. 15:30 - 17:26 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir varam.
    Aðalmaður: Stefán Vagn Stefánsson
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Ársreikningur 2021 - Sveitarfélagið Skagafjörður

Málsnúmer 2203291Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 2021. Kristján Jónasson lögg. endurskoðandi hjá KPMG ehf. fór yfir og kynnti ársreikninginn fyrir fundarmönnum. Stefán Vagn Stefánsson sveitarstjórnarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Römpum upp Ísland

Málsnúmer 2203253Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar ódagsett bréf til bæjar-/byggðarráða og framkvæmdastjóra sveitarfélaga sem barst með tölvupósti þann 28. mars 2022 varðandi verkefnið Römpum upp Ísland. Markmið verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi.

3.Reglur um úthlutun lóða á Nöfum ofan Sauðárkróks

Málsnúmer 2102234Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um úthlutun lóða á Nöfum.
Byggðarráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.

4.Styrkbeiðni vegna fasteignaskatts

Málsnúmer 2203242Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 27. mars 2022, um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2022 frá Sálarrannsóknarfélagi Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir að fella niður fasteignaskatt af framangreindri fasteign um 30% samkvæmt reglum sveitarfélagsins þar um.

5.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um fjarskipti

Málsnúmer 2203298Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. mars 2022 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 461. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. apríl nk.

6.Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka

Málsnúmer 2203272Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf til allra sveitarfélaga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 25. mars 2022 varðandi viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka.

7.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis

Málsnúmer 2111021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf til allra sveitarfélaga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 30. mars 2022 varðandi átak um Hringrásarhagkerfið.

Fundi slitið - kl. 17:26.