Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

1002. fundur 09. febrúar 2022 kl. 14:00 - 15:03 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir varam.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir varam.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni

Málsnúmer 2109379Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að Sveitarfélagið Skagafjörður verði stofnandi að fyrirhugaðri húsnæðissjálfseignarstofnun. Samþykkt er að leggja fram allt að 100.000 kr. stofnfé. Sveitarstjóra er falið að taka þátt í stofnfundi fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar og undirrita stofnskjöl fyrir hönd sveitarfélagsins eftir staðfestingu sveitarstjórnar.

2.Grænir iðngarðar - greining innviða

Málsnúmer 2202080Vakta málsnúmer

Grænn iðngarður í Skagafirði - greining innviða. Málið rætt og samþykkt að taka það aftur fyrir á næsta fundi byggðarráðs.

3.Úrvinnsla og eftirfylgni íbúafunda

Málsnúmer 2202085Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá VG og óháðum:
"Eftir hvern íbúafund er gerð heildræn samantekt umræðna og hugmynda sem sett er á heimasíðu sveitarfélagsins, og því auðveldlega aðgengileg öllum íbúum.
Framkvæmdaráætlun er unnin af sveitastjórn og starfsmönnum sveitarfélagsins útfrá niðurstöðum íbúafunda og sett á heimasíðu.
Upplýsingar um framgöngu verkefna, mála og hugmynda íbúafunda eru sett á heimasíðu sveitarfélagsins, svo auðveldlega sé hægt að fylgjast með þróun og framkvæmd."
Byggðarráð samþykkir að í kjölfar íbúafunda næsta hausts verði unnin greining og birting framgangs þeirra verkefna sem íbúar leggja áherslu á.

4.Íslandsmeistaramót í snjókrossi 2022

Málsnúmer 2202047Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 26. janúar 2022 frá Guðmundi Rúnari Guðmundssyni, þar sem hann sækir um leyfi fyrir hönd Vélhjólaklúbbs Skagafjarðar um að halda Íslandsmót í snjócrossi þann 26. mars 2022 á skíðasvæðinu í Tindastóli. Með erindinu fylgir staðfesting á leyfi stjórnar Skíðadeildar Tindastóls fyrir mótshaldi á skíðasvæðinu. Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir keppninni, svo fremi að önnur skilyrði fyrir mótinu séu uppfyllt.

5.Beiðni um niðurfellingu á leigugjaldi vegna viðburðar í íþróttahúsi á Sauðárkróki

Málsnúmer 2202071Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 3. febrúar 2022 frá stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, þar sem óskað er eftir að leiga á íþróttahúsinu á Sauðárkróki verði felld niður vegna fjáröflunardansleiks sem fyrirhugað er að halda um næstu páska.
Byggðarráð samþykkir að styrkja deildina um fjárhæð leigugjaldsins.

6.Gjaldskrá Dagdvalar aldraða 2022

Málsnúmer 2110178Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 298. fundar félags- og tómstundanefndar þann 13. janúar 2022:"Daggjald er ákvarðað í reglugerð um dagdvöl aldraðra nr. 1245/2016 með árlegum breytingum. Árið 2022 er daggjald notenda 1.313 kr. Nefndin samþykkir að fæðiskostnaður á dag árið 2022 verði 559 kr., samanlagt daggjald með fæði 1.872 kr. og fjarvistargjald á dag 1.313 kr. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, fulltrúi Vg og óháðra, óskar bókað að hún sitji hjá við atkvæðagreiðsluna."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

7.Kynning á starfsemi Bjargs íbúðafélags

Málsnúmer 2202075Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 3. febrúar 2022 frá Bjargi íbúðafélagi varðandi samstarf um uppbyggingu leiguíbúða. Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða
samkvæmt lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir (stofnframlög). Bjargi er ætlað að tryggja tekjulágum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.
Bjarg óskar eftir viðræðum um úthlutun lóðar og stofnframlags vegna byggingar leiguíbúða. Ljóst er að þörf er á átaki í íbúðamálum fyrir tekjulága einstaklinga/fjölskyldur og er mikilvægt að sem flest bæjar- og sveitarfélög taki þátt í þessu verkefni.
Byggðarráð samþykkir að bjóða fulltrúum Bjargs íbúðafélags á fund ráðsins. Sveitarstjóra falið að finna hentugan fundartíma.

8.Samráð; Áform um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48 2011

Málsnúmer 2202086Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. febrúar 2022 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 31/2022, "Áform um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 - bætt nýting virkjana".
Umsagnarfrestur er til og með 18.02.2022.
Byggðarráð tekur undir meginmarkmið frumvarpsins.

Fundi slitið - kl. 15:03.