Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

1000. fundur 26. janúar 2022 kl. 11:30 - 12:54 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir varam.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Arfgerðargreiningar

Málsnúmer 2201210Vakta málsnúmer

Umræða um átak í riðuarfgerðagreiningum og leit að verndandi arfgerðum (ARR) gegn riðu í sauðfé. Karólína Elísabetardóttir sauðfjárbóndi í Hvammshlíð og Eyþór Einarsson ráðunautur hjá RML tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað ásamt fulltrúum landbúnaðarnefndar; Jóhannesi H. Ríkharðssyni formanni, Jóel Þór Árnasyni, Valdimar Sigmarssyni og Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sveitarfélagsins.
Byggðarráð vill koma á framfæri þakklæti til Karólínu, Eyþórs og samstarfsfélaga þeirra fyrir lofsvert frumkvæði í arfgerðargreiningum gegn riðu og hvetjum þau til áframhaldandi góðra verka.
Véku gestir af fundi kl. 12:22.

2.Flugeldasýning Skagfirðingasveitar

Málsnúmer 2201213Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. janúar 2022 frá Skagfirðingasveit, björgunarsveit. Óskað er leyfis til að sækja styrktaraðila að árlegri flugeldasýningu sveitarinnar á gamlárskvöldi án þess að það hafi áhrif á þjónustu- og styrktarsamning sveitarinnar við sveitarfélagið.
Byggðarráð samþykkir að heimila Skagfirðingasveit að sækja sér styrktaraðila að flugeldasýningu sveitarinnar á gamlárskvöldi og það mun ekki hafa áhrif á þjónustu- og styrktarsamning sveitarinnar við sveitarfélagið.

3.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 2201211Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2022. Lagt er til að fjárfestingafé Skagafjarðarveitna - hitaveitu verði hækkað um 15,7 mkr. og birgðaaukning heimiluð að fjárhæð 13,4 mkr. til þess tryggja rekstrar- og afhendingaröryggi á heitu vatni úr borholu SK-28 í Hrolleifsdal.
Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu sveitastjórnar.

4.Reglur um kaup á skjávinnugleraugum

Málsnúmer 2103120Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um kaup á skjávinnugleraugum fyrir starfsmenn sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Styrkbeiðni vegna fasteignaskatts

Málsnúmer 2201159Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Húsfélaginu Víðigrund 5, dagsett 15. janúar 2022 um lækkun fasteignaskatts 2022 vegna fasteignarinnar F2132365 Víðigrund 5, félagsheimili.
Byggðarráð samþykkir að fella niður fasteignaskatt af framangreindri fasteign um 30% samkvæmt reglum sveitarfélagsins þar um.

6.Samráð; Drög að þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks

Málsnúmer 2201183Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. janúar 2022 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 10/2022, "Drög að þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks". Umsagnarfrestur er til og með 08.02.2022.

7.Umsagnarbeinði; Frumvarp til laga um almannavarnir

Málsnúmer 2201204Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. janúar 2022 frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 181. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en lok dags 3. febrúar n.k.

Fundi slitið - kl. 12:54.