Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

427. fundur 27. mars 2008 kl. 11:00 - 11:45 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Mælifell - Umsókn um styrk v.fasteignaskatts

Málsnúmer 0803079Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Frímúrarastúkunni Mælifelli, þar sem óskað er eftir styrk til greiðslu fasteignaskatts. Byggðarráð samþykkir í ljósi fyrirliggjandi gagna og með vísan til reglna sveitarfélagsins að fella niður 70% af álögðum fasteignaskatti ársins 2008.

2.Aðalfundur Menningarráðs Nl.v.

Málsnúmer 0803077Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð Menningaráðs Norðurlands vestra þann 5. apríl 2008. Byggðarráð samþykkir að tillaga um fulltrúa sveitarfélagsins verði lögð fram á sveitarstjórnarfundi þann 1. apríl nk.

3.Kaup á Íbúðarhúsi í Fljótum.

Málsnúmer 0803076Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Elínu Ólafsdóttur þar sem hún falast eftir svokölluðum skólastjórabústað á Sólgörðum í Fljótum til kaups. Byggðarráð hafnar erindinu með tilliti til þess að fasteignin tengist skólahaldi í Fljótum og engin áform eru uppi um sölu.

4.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga v.2007

Málsnúmer 0803083Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf þann 4. apríl 2008. Byggðarráð samþykkir að Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins.

5.Meðferð og afgreiðsla ársreikninga sveitarfélaga

Málsnúmer 0803078Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá samgönguráðuneytinu varðandi meðferð og afgreiðslu ársreikninga sveitarfélaga.

6.Umsókn um styrk vegna fasteignagjalda

Málsnúmer 0801026Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun atvinnu- og ferðamálanefndar frá 13. mars 2008 varðandi umsókn Alice á Íslandi ehf um styrk vegna fasteignagjalda 2007 og 2008. Áður á dagskrá byggðarráðs 13.11. 2007. Byggðarráð samþykkir að veita gjaldfrest á fasteignagjöldum áranna 2007 og 2008 til 1. desember 2008.

Fundi slitið - kl. 11:45.