Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

995. fundur 13. desember 2021 kl. 11:30 - 12:25 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir varam.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2022 - 2025

Málsnúmer 2108116Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2022-2025.
Byggðarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2022-2025 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Víðimýri 4, F2132468

Málsnúmer 2111045Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Fasteignasölu Sauðárkróks, dagsettur 17. nóvember 2021, þar sem sveitarfélaginu er boðinn forkaupsréttur að íbúð í Víðimýri 4, F2132468.
Byggðarráð samþykkir að nýta sér forkaupsrétt sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að ganga frá málum við fasteignasöluna skv. umræðum á fundinum.

3.Lántaka langtímalána 2021

Málsnúmer 2102250Vakta málsnúmer

Með tilvísun í viðauka 10 við fjárhagsáætlun 2021, þá er áætluð lántaka ársins vegna fjárfestinga 1.081 mkr. Þegar hefur verið veitt heimild til að taka lán að fjárhæð 800 mkr.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 250 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

4.Nýframkvæmdir og viðhald hafna - fréttatilkynning

Málsnúmer 2112101Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fréttatilkynning frá Hafnasambandi Íslands.
Stefnt er að nýframkvæmdum við hafnarmannvirki hérlendis upp á ríflega 67 ma.kr. fram til ársins 2031. Langstærsti hluti þessara áætluðu framkvæmda er vegna nýrra viðlegukanta eða um 27 ma.kr., um 15 ma.kr. eru áætlaðir í fjárfestingar á viðbótar raftengibúnaði vegna orkuskipta og um 10 ma.kr. í landfyllingar fyrir ný hafnarsvæði.
Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu sem Hafnasamband Íslands hefur látið taka saman um framkvæmda- og viðhaldsþörf hjá íslenskum höfnum á komandi árum. Þar kemur einnig fram að viðhaldsþörf hafna innan hafnasambandsins er áætluð liðlega 12 ma.kr. fram til ársins 2025. Þar er endurnýjun og endurbætur á stálþilum stærsti viðhaldsþátturinn eða upp á nær 5 ma.kr.

Fundi slitið - kl. 12:25.