Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

974. fundur 14. júlí 2021 kl. 11:30 - 12:06 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá
Á 412. fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 30. júní 2021, var samþykkt að veita byggðarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 1. júlí 2021 og lýkur 12. ágúst 2021.

Ólafur Bjarni Haraldsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

1.Almenningssamgöngur á Sauðárkróki - útboð

Málsnúmer 2107047Vakta málsnúmer

Rætt um að bjóða almenningssamgöngur á Sauðárkróki út til tveggja ára, með svipaðri tímalengd á hverjum vetri og verið hefur varðandi skólaakstur.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hefja vinnu við gerð útboðsgagna og undirbúa útboð. Rætt um þann möguleika að geta haft einhver vikmörk á tímalengd ef veðuraðstæður að hausti eða vori væru þannig.

2.Varðandi aurskriðu sem féll í Varmahlíð 29. júní 2021

Málsnúmer 2107053Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. júlí 2021 frá íbúum eftirtaldra fasteiga í Varmahlíð; Laugarvegi 11, 13, 15 og 17, Laugahlíð, Úthlíð, Norðurbrún 3, 5 og 9. Varðar erindið íbúafund sem haldinn var í Varmahlíð þann 7. júlí s.l. vegna aurskriðu sem féll í Varmahlíð 29. júní s.l. Óska bréfritarar eftir því að sveitarstjórnin komi til fundar við íbúana og veiti upplýsingar um stöðuna ekki síðar en 14 dögum frá dagsetningu bréfsins. Einnig er farið fram á að tryggt sé að þeir fái að fylgjast með ástandinu á hverjum tíma og fái upplýsingar um hvaða áætlun sveitarfélagið hefur til að bregðast við þessu ástandi.
Byggðarráð samþykkir að haldinn verði fundur í næstu viku með íbúum Varmahlíðar.
Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

3.Samráð; Drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða

Málsnúmer 2107019Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. júlí 2021 þar sem heilbrigðisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 141/2021, "Drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða". Umsagnarfrestur er til og með 01.09.2021.

4.Samráð; Grænbók um samgöngumál

Málsnúmer 2107035Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. júlí 2021 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 142/2021, "Grænbók um samgöngumál". Umsagnarfrestur er til og með 10.08. 2021.

5.Samráð; Grænbók um fjarskipti

Málsnúmer 2107042Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. júlí 2021 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 143/2021, "Grænbók um fjarskipti". Umsagnarfrestur er til og með 11.08.2021.

6.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 90

Málsnúmer 2107001FVakta málsnúmer

Fundargerð 90. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar frá 7. júlí 2021 lögð fram til afgreiðslu á 974. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 90 Tekin fyrir styrktarbeiðni frá Atla Degi Stefánssyni, dagsett 24.06.21, vegna útgáfutónleika hljómsveitarinnar Azpect sem haldnir verða í Ljósheimum 10 júlí nk. og verða opnir öllum.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar framtakinu og vonar að áframhald verði á uppsveiflu á skagfirsku tónlistarlífi. Nefndin samþykkir að styrkja útgáfutónleikana um 90.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 90. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 974. fundi byggðarráðs þann 14. júlí 2021 með tveimur atkvæðum. Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 90 Lagðar fram hugmyndir um fyrirhugaða stefnumótun fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði fyrir árin 2021-2025.
    Bókun fundar Afgreiðsla 90. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 974. fundi byggðarráðs þann 14. júlí 2021 með þremur atkvæðum.

7.Fræðslunefnd - 169

Málsnúmer 2106023FVakta málsnúmer

Fundargerð 169. fundar fræðslunefndar frá 28. júní 2021 lögð fram til afgreiðslu á 974. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Fræðslunefnd - 169 Borist hefur erindi vegna barns sem býr í tæplega 40 km. fjarlægð frá leikskóla með ósk um að barnið fái að nýta skólaakstur. Rætt hefur verið við skólabílstjóra og leikskólastjóra. Með hliðsjón af mikilvægi þess að barnið fái að ganga í leikskóla með jafnöldrum sínum sem og með hliðsjón af vegalengd á milli heimilis og skóla samþykkir fræðslunefnd að gera undanþágu frá 5. gr. reglna sveitarfélagsins um skólaakstur í dreifbýli og heimila barninu að nota skólabílinn. Fræðslunefnd leggur áherslu á mikið og gott samráð heimilis, skólabílstjóra og leikskóla vegna þessa. Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar fræðslunefndar staðfest á 974. fundi byggðarráðs þann 14. júlí 2021 með þremur atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 169 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar fræðslunefndar staðfest á 974. fundi byggðarráðs þann 14. júlí 2021 með þremur atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 169 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar fræðslunefndar staðfest á 974. fundi byggðarráðs þann 14. júlí 2021 með þremur atkvæðum.
  • 7.4 2106275 Fræðsludagur 2021
    Fræðslunefnd - 169 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar fræðslunefndar staðfest á 974. fundi byggðarráðs þann 14. júlí 2021 með þremur atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 169 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar fræðslunefndar staðfest á 974. fundi byggðarráðs þann 14. júlí 2021 með þremur atkvæðum.

8.Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 19

Málsnúmer 2106029FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 19. fundar stjórnar Menningarseturs Skagfirðinga.

Fundi slitið - kl. 12:06.