Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

969. fundur 09. júní 2021 kl. 11:30 - 12:27 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir varam.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Uppsögn samnings um vátryggingar

Málsnúmer 2105100Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið Skagafjörður er með vátryggingasamning við Vátryggingafélag Íslands hf. frá árinu 2017 sem var með gildistíma til 31.12. 2020 en er virkur út árið 2021 samkvæmt framlengingarákvæði í samningnum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að segja samningnum upp og undirbúa útboð á tryggingum sveitarfélagsins.

2.Steinsstaðir - landleiga spilda 1

Málsnúmer 2106062Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Elíasson og Jóhanna Friðriksdóttir á Varmalæk, Elvar Logi Friðriksson, Hvammstanga og Dagný Stefánsdóttir og Róbert Logi Jóhannesson Laugamýri og Dagur Torfason fyrir hönd Heyanna ehf., Reykjum, sóttu um að fá spildu við Héraðsdalsveg ofan Steinsstaðahverfis norðan við frístundabyggð (F-6.2 í aðalskipulagi). Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi leggur til við byggðarráð að Heyannir ehf. fái spilduna til leigu.
Byggðarráð samþykkir að leigja spilduna til Heyanna ehf. Sveitarstjóra falið að sjá um gerð leigusamnings um landið og einnig að undirbúa mögulega sölu á því.

3.Steinsstaðir - landleiga spilda 2 og 3

Málsnúmer 2106063Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Elíasson og Jóhanna Friðriksdóttir á Varmalæk, Elvar Logi Friðriksson, Hvammstanga og Dagný Stefánsdóttir og Róbert Logi Jóhannesson Laugamýri og Dagur Torfason fyrir hönd Heyanna ehf., Reykjum, sóttu um að fá tvær spildur í landi Steinsstaða vestur með frístundabyggðarvegi (F-6.1 í aðalskipulagi). Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi leggur til við byggðarráð að Heyannir ehf. fái spilduna til leigu.
Byggðarráð samþykkir að leigja spildurnar til Heyanna ehf. Sveitarstjóra falið að sjá um gerð leigusamnings um landið og einnig að undirbúa mögulega sölu á því.

4.Steinsstaðir - landleiga spilda 4

Málsnúmer 2106064Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Elíasson og Jóhanna Friðriksdóttir á Varmalæk, Elvar Logi Friðriksson, Hvammstanga og Dagný Stefánsdóttir og Róbert Logi Jóhannesson Laugamýri sóttu um að fá spildu í landi Steinsstaða austan við Héraðsdalsveg, vestan við Steinsstaðatún. Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi leggur til við byggðarráð að Guðmundur og Jóhanna fái spilduna til leigu.
Byggðarráð samþykkir að leigja spilduna til Guðmundar Þórs Elíassonar og Jóhönnu Friðriksdóttur. Sveitarstjóra falið að sjá um gerð leigusamnings um landið og einnig að undirbúa mögulega sölu á því.

5.Beiðni um leigu á landi sunnan Hrímnishallar við Varmalæk, beitarhólf.

Málsnúmer 2105293Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. maí 2021 frá Birni Sveinssyni þar sem hann óskar eftir að fá land á leigu sem er staðsett sunnan við Hrímnishöll.
Byggðarráð ítrekar fyrri bókun um að landið verði ekki leigt til beitar vegna vatnsverndarsjónarmiða. Sveitarstjóra falið að sjá um að útskiptingu landsins verði hraðað svo hægt sé auglýsa það land til sölu sem ekki fellur undir vatnsverndarsvæði.

6.Lóð 70 við Sauðárhlíð Sauðá - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2106036Vakta málsnúmer

Lögð fram ódagsett umsagnarbeiðni sem barst frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra þann 3. júní 2021. Óskað er umsagnar um umsókn frá Sauðárhlíð ehf., kt. 590421-1970 um leyfi til reksturs, Veitingaleyfi-A Veitingahús. Heiti staðar: Sauðá, F2132646. Hámarksfjöldi gesta 100.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

7.Umburðarbréf v. breytinga á jarðalögum

Málsnúmer 2105305Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 28. maí 2021 frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hinn 18. maí 2021 voru samþykkt á Alþingi lög um breytingu á jarðalögum, nr. 81/2004 (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskylda o.fl.), sem öðlast munu gildi 1. júlí n.k. Með þessu bréfi er leitast við að gefa yfirlit um helstu breytingar sem af þessu leiða.

8.Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignamats 2022

Málsnúmer 2106009Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Félagi atvinnurekenda, dagsettur 1. júní 2021 þar sem fram kemur eftirfarandi ályktun stjórnar félagsins sama dag:
"Stjórn Félags atvinnurekenda skorar á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2022. Samkvæmt nýbirtu fasteignamati er hækkun mats atvinnuhúsnæðis 6,2% á landinu öllu; um 5,4% á höfuðborgarsvæðinu en um 8% á landsbyggðinni. Að óbreyttu þýðir þetta samsvarandi skattahækkun á fyrirtækin. FA bendir á að frá því að núverandi tekjumatsaðferð var tekin upp við útreikning fasteignamats atvinnuhúsnæðis fyrir árið 2015 og til ársins 2020 hefur álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði á landinu hækkað úr tæplega 17 milljörðum króna í um 28,5 milljarða. Skattbyrði fyrirtækjanna hefur á þessum skamma tíma þyngst um 11,5 milljarða eða tæplega 68%, þrátt fyrir lækkanir einstaka sveitarfélaga á skattprósentu.
Við svo búið verður ekki unað lengur. Áframhaldandi þynging á skattbyrði fyrirtækjanna vegna húsnæðis dregur mátt úr atvinnulífinu, seinkar efnahagsbatanum eftir heimsfaraldurinn og skerðir getu fyrirtækjanna til að standa undir launagreiðslum sem um var samið í lífskjarasamningunum og eru grundvöllur útsvarstekna sveitarfélaganna.
Stjórn FA telur að hér verði hvert og eitt sveitarfélag að sýna ábyrgð og gera breytingar á sinni álagningarprósentu þannig að hækkanir á fasteignasköttum skaði ekki atvinnulífið í landinu meira en orðið er. FA skorar jafnframt á sveitarfélögin að taka upp viðræður hið fyrsta við ríkisvaldið um breytingar á þessu fráleita kerfi þar sem skattgreiðslur af húsnæði eru beintengdar við þróun fasteignamats og taka þannig sjálfkrafa hækkunum, án nokkurs tillits til gengis atvinnulífsins að öðru leyti."

9.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 2101254Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynnningar bréf dagsett 1. júní 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi fundargerð XXXVI. landsþings sambandsins. Stjórn sambandsins bókaði svo á fundi sínum þann 28. maí 2021: "Stjórn sambandsins hvetur sveitarfélög til að taka skýrslu Framtíðarseturs Íslands, sem var kynnt á landsþinginu 21. maí 2021, til umræðu í sveitarstjórn og undirbúa sig þannig fyrir landsþing 2022."

Fundi slitið - kl. 12:27.