Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

950. fundur 27. janúar 2021 kl. 12:00 - 12:58 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir varam.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Framlenging á speglunarverkefni

Málsnúmer 2101204Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Kiwanisklúbbnum Drangey þar sem óskað er eftir styrk vegna framhalds á forvarnarverkefni klúbbsins og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands vegna ristilskimunar. Í lok árs 2019 lauk fimm ára forvarnarverkefni ristilskimunar framangreindra aðila og nú á að taka upp þráðinn aftur og bjóða upp á skimun á árunum 2021 og 2022.
Byggðarráð þakkar framtak Kiwanisklúbbsins og samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá styrktarsamningi við klúbbinn á sömu nótum og fyrri samningur var. Fjármagn tekið af fjárheimild deildar 21890.

2.Styrkbeiðni vegna útgáfu bókar

Málsnúmer 2101236Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sögufélagi Skagfirðinga vegna útgáfu ævisögu Eyþórs Stefánssonar tónskálds.
Byggðarráð samþykkir að styrkja útgáfuna um 500.000 kr. á árinu 2021 og stefnt að sambærilegu framlagi árið 2022. Féð tekið af fjárheimild deildar 21890.

3.Innkaupareglur fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð

Málsnúmer 2011051Vakta málsnúmer

Lagðar fram innkaupastefna og innkaupareglur fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
Byggðarráð samþykkir framlagðar innkaupastefnu og innkaupareglur fyrir sveitarfélagið og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Breyting á skipulagsskrá fyrir Utanverðuneslegat

Málsnúmer 2101205Vakta málsnúmer

Lögð fram auglýsing um staðfestingu á breytingu á skipulagsskrá fyrir Utanverðunesslegat í Skagafirði, dagsett 11. desember 2020. Segir þar m.a.: "Stjórn sjóðsins hefur samþykkt eftirfarandi breytingu á skipulagsskrá sjóðsins: Í skipulagsskránni falli brott orðið "Sýslumanns" og í staðinn komi: sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar eða fulltrúa sem hann skipar."
Sveitarfélagið Skagafjörður tekur við fjárreiðum sjóðsins úr höndum sýslumannsins á Norðurlandi vestra þann 1. janúar 2021.

5.Styrkbeiðni vegna fasteignaskatts

Málsnúmer 2101180Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Stóragerði ehf., kt. 450713-0230 um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2021 vegna starfsemi félagsins. Fasteignir F2143494, F2268455 og F2295587.
Byggðarráð samþykkir að fella niður 30% af álögðum fasteignaskatti 2021 í samræmi við reglur sveitarfélagsins.

6.Samráð; Drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032

Málsnúmer 2101119Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. janúar 2021 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 6/2021, "Drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032". Umsagnarfrestur er til og með 23.02.2021.
Byggðarráð samþykkir að fresta málinu.

7.Samráð; Drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis

Málsnúmer 2101164Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. janúar 2021 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 11/2021, "Drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis". Umsagnarfrestur er til og með 29.01.2021.
Byggðarráð samþykkir að fresta málinu.

Fundi slitið - kl. 12:58.