Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

949. fundur 20. janúar 2021 kl. 14:30 - 15:12 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Styrkbeiðni vegna fasteignaskatts

Málsnúmer 2101142Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Húsfélaginu Víðigrund 5, dagsett 14. janúar 2021 um lækkun fasteignaskatts 2021 vegna fasteignarinnar F2132365 Víðigrund 5, félagsheimili. Byggðarráð samþykkir að fella niður fasteignaskatt af framangreindri fasteign um 30% samkvæmt reglum sveitarfélagsins þar um.

2.Skólagata 1, Björgunarmiðstöð - Eignaskiptasamningur

Málsnúmer 2004233Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Björgunarsveitinni Gretti, dagsett 17. janúar 2021 varðandi skráð eignarhald fasteignarinnar Skólagötu 1, Hofsósi, landeignarnúmer L146655, F2143662. Einnig lögð fram yfirlýsing um eignarhald og fjölgun séreignahluta fasteignarinnar Skólagata 1, Hofsósi, L146655, F2143662.
Byggðarráð samþykkir framlagða yfirlýsingu um eignarhald og fjölgun séreignarhluta. Séreign 0101 telst vera að fullu í eigu Björgunarsveitarinnar Grettis. Séreign sem merkt verður 0102 verður í eigu Björgunarsveitarinnar Grettis að 33,35% hluta og Sveitarfélagsins Skagafjarðar að 66,65% hluta.

3.Björgunarmiðstöð Varmahlíð - Eignaskiptasamningur

Málsnúmer 2004232Vakta málsnúmer

Lögð fram eignaskiptayfirlýsing vegna Björgunarstöðvar í Varmahlíð, landeignarnúmer L146129, F2140849 og F2216834, gerð af Þorvaldi E. Þorvaldssyni í apríl 2020.
Byggðarráð samþykkir framlagða eignaskiptayfirlýsingu.

4.Innkaupastefna fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð

Málsnúmer 2011051Vakta málsnúmer

Lagðar fram innkaupastefna og innkaupareglur fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Farið yfir drögin og gerðar breytingar.

5.Umboð fyrir félög

Málsnúmer 2101088Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að veita Margeiri Friðrikssyni, kt. 1510603239, prókúru fyrir eftirtalda lögaðila og beinir til afgreiðslu sveitarstjórnar:
6409983779 Minningarsj. Þórönnu og Halldórs, 4303830789 Félagsheimilið Skagasel, 4501697819 Bifröst, félagsheimili, 4602692889 Félagsheimilið Miðgarður, 4804750119 Félagsheimili Rípurhrepps, 4804750549 Félagsheimilið Árgarður, 4908850489 Félagsheimilið Ljósheimar, 5401695519 Félagsheimilið Ketilási, 6405952489 Náttúrugripasafn Skagafjarðar, 6905780189 Héraðsbókasafn Skagfirðinga, 4511760489 Héraðsskjalasafn Skagfirðinga og 6006830209 Utanverðunesslegat.

6.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð

Málsnúmer 2012134Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. desember 2020 frá nefndasviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál. Umsagnarfrestur er til 1. febrúar 2021.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst gegn samþykkt frumvarpsins. Um afstöðu sveitarfélagsins er vísað til fyrri athugasemda sveitarfélagsins vegna málsins, síðast með sameiginlegri umsögn fjögurra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, við frumvarpsdrögin í janúar 2020. Frumvarpið gerir sem fyrr ráð fyrir stofnun þjóðgarðs án samþykkis hlutaðeigandi sveitarfélaga. Tillögur um afmörkun þjóðgarðs hvíla ekki á sérstökum röksemdum um náttúrufar heldur birtast sem krafa um yfirráð á svæðum þar sem þegar er gætt að hagsmunum náttúruverndar með Landskipulagi samþykktu af Alþingi, aðalskipulagi, eigandastefnu forsætisráðuneytis um þjóðlendur o.fl. Í undirbúningi málsins hefur ekki verið hugað að kostum núverandi umsjónar með þjóðlendum, sem liggur í raun hjá Alþingi, forsætisráðuneyti og sveitarfélögum. Byggðarráð felur sveitarstjóra að fylgja eftir afstöðu ráðsins til málsins við Alþingi og samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn um málið, þar sem fram kemur umfjöllun um nokkur meginatriði, auk fyrri athugsemda við málið.

Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð óskar bókað:
Sveitarfélögin í landinu hafa almennt staðið sig vel og lagt mikla áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, náttúruvernd og varðveislu hefðbundinna landnytja, ekki síst á hálendinu og mikilvægi þess að nærsamfélagið sé þar í lykilhlutverki. Miðhálendisþjóðgarður sem er í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar stuðlar að náttúrvernd á einstöku svæði sem geymir fágætan gróður og sérstæðar jarðmyndanir.
Þjóðgarðurinn skapar störf bæði í þjónustu og landvörslu sem mikilvægt er tryggja að verði í heimabyggð.
Mikilvægt er að unnið verði náið með heimamönnum í öllu ferlinu og hagsmuna heimafólks og sérstaklega bænda gætt í hvívetna. Þannig fæst góður upptaktur í farsælt samstarf stjórnvalda og sveitarfélaganna um hálendisþjóðgarð þegar af honum verður.

7.Samráð; Drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032

Málsnúmer 2101119Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. janúar 2021 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 6/2021, "Drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032". Umsagnarfrestur er til og með 23.02. 2021.

8.Samráð; Drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis

Málsnúmer 2101164Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. janúar 2021 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 11/2021, "Drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis". Umsagnarfrestur er til og með 29.01.2021.

Fundi slitið - kl. 15:12.