Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

946. fundur 23. desember 2020 kl. 11:30 - 12:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt að taka með afbrigðum inn á dagskrá fundarins mál 2012076, Samningur um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir, á dagskrá fundarins.
Stefán Vagn Stefánsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Áskorun til sveitarfélaga

Málsnúmer 2012184Vakta málsnúmer

Lagt fram ódagsett bréf þar sem stjórn Markaðsstofu Norðurlands skorar á sveitarfélög að styðja vel við rekstur skíðasvæða. Skíðasvæði gegna mikilvægu hlutverki í vetrarferðaþjónustu. Byggðarráð þakkar fyrir brýninguna og óskar skíðasvæðum á Norðurlandi velgengi í skíðavertíðinni sem framundan er.

2.Samningur um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir

Málsnúmer 2012076Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur á milli Bæjartúns hses og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um stofnframlag vegna byggingar leiguíbúða við Freyjugötu á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að ganga frá honum. Byggðarráð vísar samningnum jafnframt til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Baldurshagi,Sólvík - Umsagnarbeiðni vegna rekstar- og veitingaleyfi

Málsnúmer 2012141Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 2012119, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 14. desember 2020. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, svo og 26. gr. reglug. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar um umsókn dags. 07.12. 2020 frá Guðrúnu Sonju Birgisdóttur, Vogum, 565 Hofsósi, f.h. Retro ehf., kt.691216-1010, um leyfi til að reka veitingastað í flokki III, að Baldurshaga fnr. 214-3729, 565 Hofsós.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.


4.Helluland - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2012142Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. desember 2020 úr máli 2012121, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, svo og 26. gr. reglug. nr. 1277/2016, er óskað eftir umsögn um umsókn dags. 30.11. 2020 frá Peony Wiedemann, Hellulandi, 551 Sauðárkrókur, f.h. Helluland 551 ehf, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Hellulandi, fnr.2142383, 551 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

5.Lokaskýrsla um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning

Málsnúmer 2012181Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 17. desember 2020 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi lokaskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning.

6.Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægiaðgerðum vegna COVID-19

Málsnúmer 2012156Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 15. desember 2020 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna COVID-19.

Fundi slitið - kl. 12:00.