Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

942. fundur 02. desember 2020 kl. 12:00 - 13:27 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá
Ólafur Bjarni Haraldsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál 2012018 Þátttaka íbúa við gerð fjárhagsáætlunar 2021 á dagskrá með afbrigðum.

1.Drög að kaupsamningi og afsali eigna

Málsnúmer 2009267Vakta málsnúmer

Lagður fram kaupsamningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Varmahlíðarstjórnar (Menningarseturs Skagfirðinga) um kaup sveitarfélagsins á öllum fasteignum og hitaveituréttindum í eigu Varmahlíðarstjórnar. Umsamið kaupverð er 179.384.000 kr.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að ganga frá honum til undirritunar með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

2.Byggingarnefnd skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi

Málsnúmer 2011276Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að setja á fót sérstaka byggingarnefnd fyrir skóla- og íþróttamannvirki á Hofsósi. Nefndin skal hafa yfirumsjón með fyrirhuguðum viðhalds- og nýframkvæmdum skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi, ásamt hönnun. Byggingarnefndin skal skipuð oddvitum allra flokka sem sæti eiga í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Byggðarráð er stjórn eignasjóðs. Formaður byggðarráðs er jafnframt formaður bygginganefndarinnar og hefur hann tvöfalt atkvæðavægi. Varamenn byggðarráðsfulltrúa koma í þeirra stað í forföllum.
Með nefndinni skulu eftir atvikum vinna sveitarstjóri, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdarsviðs, fræðslustjóri, skólastjórar leik- og grunnskóla á Hofsósi, skólastjóri tónlistarskóla, forstöðumaður íþróttamannvirkja og byggingafulltrúi.

3.Almenningssamgöngur á Sauðárkróki

Málsnúmer 2011296Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að hefja almenningssamgöngur á Sauðárkróki, í tilraunaskyni til 26. mars 2021 og einungis innan þéttbýlisins. Skólabörnum er heimilt að nýta sér þessar ferðir og hafa þar forgang umfram fullorðna. Allar ferðir þessara almenningssamgangna á Sauðárkróki skulu vera gjaldfrjálsar á tímabilinu. Lögð skal áhersla á að öryggi þeirra sem nýta sér slíkar samgöngur verði sem best tryggðar, m.a. með reglum um hámarkshraða.
Ferðir almenningssamgangna á Sauðárkróki skulu auglýstar í Sjónhorni. Að tilrauninni lokinni skal byggðarráð meta árangur hennar hennar og hvort æskilegt sé, með tilliti til mismunandi þátta, s.s. kostnaðar, notkunar, stefnu um heilsueflingu og fleiri þátta sem eðlilegt er að miða við, að halda áfram með verkefnið.

4.Reglur um húsnæðismál

Málsnúmer 1812214Vakta málsnúmer

Málinu vísað frá 283. fundi félags- og tómstundanefndar 23. nóvember 2020 þannig bókað.
Félags-og tómstundanefnd leggur til breytingu á lið 4 og hún hljóði svo: „Leiga fyrir íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins er 1.450 kr./m² miðað við 1. janúar 2019 að hámarki 175.280 kr. Leiguverð og hámarksfjárhæð taka verðlagsbreytingum á tólf mánaða fresti samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar fyrst 1. janúar 2020. Sveitarstjóra er heimilt að lækka leiguverð fasteignar með tilliti til ástands hennar að undangenginni úttekt og umsögn eignasjóðs.“ Nefndin samþykkir breytinguna og vísar til byggðaráðs.
Byggðarráð samþykkir breytinguna og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur 2021

Málsnúmer 2011015Vakta málsnúmer

Málinu vísað frá 283. fundi félags- og tómstundanefndar dags 23. nóvember 2020 þannig bókað.
Lagt er til að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 2,5%. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla (gæsla, kostnaður og fæði). Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar til byggðráðs.
Byggðarráð samþykkir afgreiðslu félags- og tómstundanefndar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bjarni Jónsson óskar bókað að fulltrúar Vg og óháðra muni sitja hjá við afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Gjaldskrá byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2011057Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð gjaldskrá byggingarfulltrúa, Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Lagðar eru til breytingar á 10. 11. og 14 grein. Breytingarnar taki gildi 1. janúar 2021.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 2011293Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki númer 9 við fjárhagsáætlun ársins 2020. Viðauki þessi er gerður vegna aukinna tekna fráveitu. Einnig er aukið við framkvæmdafé hafnarsjóðs vegna sjóvarna og sandfangara á Sauðárkróki. Viðaukinn er að upphæð kr 39.330.000. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Samráð; Drög að reglugerð um styrki vegna flutningskostnaðar olíuvara

Málsnúmer 2011237Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dags 24.nóvember 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál 256/2020, Drög að reglugerð um styrki vegna flutningskostnaðar olíuvara. Umsagnarfrestur er til og með 7. desember 2020.
Byggðarráð fagnar allri viðleitni stjórnvalda til jöfnunar á flutningskostnaði olíuvara.

9.Samráð; Drög að frumvarpi til laga um stafrænt pósthólf

Málsnúmer 2011254Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dags 23. nóvember 2020 þar sem fjármála- og efnahagsráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 254/2020, Drög að frumvarpi um stafrænt pósthólf. Umsagnarfrestur er til og með 7. desember 2020.

10.Þátttaka íbúa við gerð fjárhagsáætlunar 2021

Málsnúmer 2012018Vakta málsnúmer

Í ljósi samkomutakmarkana verður ekki hægt að halda íbúafundi við gerð fjárhagsáætlunar líkt og undanfarin ár. Sett hefur verið upp samráðsgátt á vefnum, betraisland.is.
Byggðarráð samþykkir að samráðsferli í ár verði viðhaft í gegnum betraisland.is

11.Ársskýrsla Persónuverndar 2019

Málsnúmer 2011218Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Persónuverndar 2019. Í skýrslunni er m.a. að finna tölfræðilegar upplýsingar og fróðleik um hlutverk og starfsemi Persónuverndar og helstu verkefni.

Fundi slitið - kl. 13:27.