Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

922. fundur 08. júlí 2020 kl. 11:30 - 12:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Álfhildur Leifsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Kristín Jónsdóttir. ritari
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá

1.Umsókn um stofnframlag - breyting Sólgarðaskóla

Málsnúmer 2004256Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið Skagafjörður sótti um stofnframlög til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til breytinga á Sólgarðaskóla í Fljótum í 5 leiguíbúðir. Var það gert í kjölfar niðurstöðu starfshóps um framtíð Sólgarðaskóla sem lagði til við byggðarráð að leita eftir samstarfi við stjórnvöld um breytingu á húsnæðinu í hagkvæmt leiguhúsnæði. Sömu áherslur komu sterkt fram á íbúafundi í Ketilási í desember sl.
Niðurstaða umsóknar um stofnframlög er að HMS hefur samþykkt að veita stofnframlag að upphæð kr. 37.148.400,-
Byggðarráð fagnar stuðningi ríkisvaldsins við uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða á landsbyggðinni.

2.Umsókn um stofnframlög vegna leiguíbúða á Freyjugötu

Málsnúmer 2004257Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið Skagafjörður, fyrir hönd óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar, sótti um stofnframlög til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til byggingar 8 leiguíbúða á Sauðárkróki.
Niðurstaða umsóknar um stofnframlög er að HMS hefur samþykkt að veita stofnframlög að upphæð kr. 51.881.797,-
Byggðarráð fagnar stuðningi ríkisvaldsins við uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða á landsbyggðinni.

3.Umsókn um rekstur - sundlaugin á Sólgörðum

Málsnúmer 2006036Vakta málsnúmer

Málið síðast á dagskrá 921. fundar byggðarráðs þann 1. júlí 2020.

4.Erindi frá reiðveganefnd Skagfirðings

Málsnúmer 2007011Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 30. júní 2020 frá reiðveganefnd Hestamannafélagsins Skagfirðings þar sem vakin er athygli á að á árinu 2020 rennur út samningur á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skagfirðings um uppbyggingu reiðvega í Skagafirði. Óskar nefndin eftir gerð nýs samnings. Jafnframt telur nefndin brýnt að hraðað verði framkvæmdum við reiðveg fyrir sunnan og ofan Sauðárkrók.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að gerð nýs samnings og ræða við nefndina um gerð reiðvegar fyrir sunnan og ofan Sauðárkrók.

5.Syðra-Skörðugil, L146065- Umsagnabeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2006281Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. júní 2020 úr máli 2006281 hjá sýslumannsembætti Norðurlands vestra. Með umsókn dagsettri 23. júní 2020 sækir Elvar E Einarsson, kt. 141172-3879, f.h. Ferðaþjónustunnar Syðra-Skörðugili, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Syðra-Skörðugili. Fasteignanr. F2140619.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

6.Lýtingsstaðir L219794 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleifis

Málsnúmer 2007040Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. júlí 2020 úr máli 2007040 hjá sýslumannsembætti Norðurlands vestra. Með umsókn dagsettri 3. júlí 2020 sækir Evelyn Ýr Kuhne, kt. 050373-2239, um leyfi til að reka gististað í flokki II í þremur sumarhúsum að Lýtingsstöðum. Fasteignanr. F2323962.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

7.Samráð;Rannsóknaráætlun 2020-2022. Áætlun um gagnaöflun og rannsóknir í ferðaþjónustu

Málsnúmer 2006253Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. júní 2020 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 120/2020, "Rannsóknaráætlun 2020-2022. Áætlun um gagnaöflun og rannsóknir í ferðaþjónustu". Umsagnarfrestur er til og með 09.07. 2020.

8.Samráð;Drög að breytingu á reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga

Málsnúmer 2006273Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. júní 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 122/2020, "Drög að breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga". Umsagnarfrestur er til og með 13.07. 2020.

9.Samráð; Frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

Málsnúmer 2007009Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. júlí 2020 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 124/2020, "Frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 (forseti Íslands, ríkisstjórn, verkefni framkvæmdavalds o.fl.)". Umsagnarfrestur er til og með 22.07. 2020.

10.Samráð; Frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála

Málsnúmer 2007050Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. júlí 2020 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 127/2020, "Frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála". Umsagnarfrestur var til og með 26.07. 2020 en hefur nú verið framlengdur og rennur út 07.08. 2020.

11.Samráð; Frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Málsnúmer 2007051Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. júlí 2020 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 126/2020, "Frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna". Umsagnarfrestur var til og með 26.07. 2020 en hefur nú verið framlengdur og rennur út 07.08. 2020.

12.Fasteignamat 2021

Málsnúmer 2007004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 29. júní 2020 frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er niðurstaða fasteignamats 2021. Fram kemur að fasteignamat í Sveitarfélaginu Skagafirði hækkar um 8% á milli ára. Að jafnaði hækkar fasteignamat um 2,1% yfir landið allt.

13.Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029 komin í opið umsagnarferli

Málsnúmer 2006216Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 23. júní 2020 frá Landsneti þar sem vakin er athygli á að kerfisáætlun 2020-2029 er komin í opið umsagnaferli sem stendur til 31. júlí 2020.

14.Haustþing SSNV 2020

Málsnúmer 2007020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 2. júlí 2020 frá SSNV þar sem óskað er eftir nöfnum kjörinna þingfulltrúa aðal- og varamanna á haustþing SSNV en í ár voru árs- og haustþing SSNV sameinuð vegna samkomutakmarkana og munu fara fram á Hótel Laugarbakka 23. og 24. október 2020. Nöfn þingfulltrúa hafa þegar verið send framkvæmdastjóra SSNV.

Fundi slitið - kl. 12:45.