Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

916. fundur 27. maí 2020 kl. 11:30 - 12:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Kristín Jónsdóttir. ritari
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál 2002019 á dagskrá með afbrigðum.

1.Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf

Málsnúmer 2003207Vakta málsnúmer

Rætt um mögulegar aðgerðir sveitarfélagsins.

2.Heimild til fullnaðarafgreiðslu og breytinga á innheimtu gjalda

Málsnúmer 2003217Vakta málsnúmer

Á 907. fundi byggðarráðs 25. mars 2020 var gerð tímabundin samþykkt vegna raskana á þjónustu stofnana sveitarfélagsins vegna COVID-19 veirunnar, þannig að greiðsluhlutdeild myndi einungis ná til þeirrar þjónustu sem raunverulega yrði nýtt, þ.e. hjá leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, frístundar- og dagdvalöl aldraðra, og innheimta þjónustunnar endurskoðuð í því ljósi. Þessi tilhögun hófst frá og með þeim tíma sem þjónusta var skert vegna COVID-19 veirunnar og gilti til loka maí 2020.
Byggðarráð samþykkir að vegna þeirrar gleðilegu staðreyndar að búið er að létta verulega á takmörkunum á samkomum vegna Covid-19 og þjónusta Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður komin í eðlilegt horf frá og með upphafi júnímánaðar 2020, þá gildir fyrri ákvörðun ráðsins um að gjaldtaka fyrir þjónustu sveitarfélagsins verður með vanalegum hætti frá og með 1. júní 2020.

3.Erindi vegna viðbyggingar við verknámshús FNV

Málsnúmer 2005170Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, dagsett 18. maí 2020 varðandi könnun á vilja sveitarstjórna aðildarsveitarfélaganna til aðkomu að viðbyggingu við verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Byggðarráð fagnar áformum um stækkun verknámshúss FNV og tekur jákvætt í erindið.
Það er mikilvægt fyrir svæðið að Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fái að eflast enn frekar og ítrekar byggðarráð vilja sinn að verkefninu verði flýtt sem kostur er.

4.Umsókn um langtímalán 2020

Málsnúmer 2002019Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að taka verðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 205 milljónir króna til 14 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Byggðarráð samþykkir samninginn og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna

Málsnúmer 2005106Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. maí 2020 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum),776. mál.
Byggðarráð fagnar frumvarpinu en framundan eru umfangsmiklar fráveituframkvæmdir hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Sveitarfélögin í landinu hafa lengi kallað eftir endurskoðun á fyrirkomulagi fráveituframkvæmda en um er að ræða nauðsynlegar en um leið mjög fjárfrekar framkvæmdir sem eðlilegt er að ríki og sveitarfélög hafa samvinnu um að koma í gott horf. Enginn vafi er á að stuðningur ríkisins mun skipta miklu máli í því mikilvæga verkefni að hraða fráveituframkvæmdum vítt og breytt um landið.

6.Samráð; Stafræn ökuskírteini

Málsnúmer 2005150Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. maí 2020 þar sem Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 101/2020, "Stafræn ökuskírteini". Umsagnarfrestur er til og með 25.05.2020.

7.Fjármál sveitarfélaga í kjölfar COVID-19

Málsnúmer 2005171Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 14. maí 2020 frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi fjármál sveitarfélaga í kjölfar COVID-19.

Fundi slitið - kl. 12:50.