Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

908. fundur 01. apríl 2020 kl. 11:30 - 13:03 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Kristín Jónsdóttir. ritari
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf

Málsnúmer 2003207Vakta málsnúmer

Erindið áður tekið fyrir á 907. fundi byggðarráðs þann 25. mars 2020.
Farið yfir málið og stöðuna í sveitarfélaginu.

2.Framtíðarstarfsemi í Sólgarðaskóla

Málsnúmer 2003163Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 906. fundi byggðarráðs þann 18. mars 2020.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir að fulltrúar starfshóps um framtíðarstarfsemi Sólgarðaskóla og Íbúa- og átthagafélags Fljóta komi til viðræðu á næsta byggðarráðsfund í gegnum fjarfundarbúnað.

3.Beiðni um kaup á Austurgötu 11 á Hofsósi

Málsnúmer 2002026Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 902. fundar byggðarráðs þann 19. febrúar 2020.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

4.Snjómokstur veturinn 2019-2020

Málsnúmer 2003285Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir kostnað við snjómokstur í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir árið 2019 og janúar og febrúar árið 2020. Heildarkostnaður vegna ársins 2019 er 37.870 þús.kr. og vegna ársins 2020 er kostnaðurinn kominn í 27.752 þús.kr. sem er töluvert umfram fjárhagsáætlun ársins. Kostnaður vegna tímabilsins desember 2019 til febrúarloka 2020 er samtals 65.622 þús.kr.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020.

5.Staða ferðaþjónustunnar á Norðurlandi

Málsnúmer 2003229Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar afrit af bréfi dagsettu 19. mars 2020 frá Markaðsstofum landshlutanna til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis varðandi tillögur um aðgerðir til stuðnings ferðaþjónustunni vegna COVID-19 heimsfaraldurs. Einnig lagt fram afrit af bréfi dagsettu 7. febrúar 2020 frá Markaðsstofu Norðurlands til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis varðandi stöðu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi.

6.Viðbragðsáætlun Covid-19

Málsnúmer 2003080Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar aðgerðaráætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna COVID-19, útgáfa 1, 16. mars 2020 ásamt 2. útgáfu á viðbragðsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar við heimsfaraldri af völdum COVID-19.

Fundi slitið - kl. 13:03.